Skírnir - 01.01.1974, Side 257
SKÍRNIR
RITDÓMAR
251
þess, hafi sami fjöldi deiliþátta varðveitzt, þótt þessir þættir hafi tiðum
breytzt (bls. 78).
Ritgerðin í heild gefur mjög gott yfirlit yfir hinar sígildu hugmyndir um
íslenzka sérhljóðakerfið. Næsta verkefni er að finna leið til fónólógískrar
túlkunar í samræmi við nýjustu þekkingu. Það verkefni verður alltaf fyrir
hendi, eftir því sem þekking fer vaxandi og skilningur eykst. Nægir í því sam-
bandi að minna á þá staðreynd, að nákvæmasta hljóðgreiningartækni, sem í
dag er til, er í rauninni mjög ónákvæm, enda þótt hún sé mikil framför miðað
við það, sem fyrr var þekkt.
Sjöunda ritgerðin nefnist „Uppruni mállýzkna í íslenzku“ (bls. 79-89).
Þar er gefið mjög gott yfirlit yfir framburðarmismun í landinu og leitazt við
að finna orsakir þess, að þessi mismunur er svo lítill. í ritgerðinni er ekkert
nýtt, en hún er aðgengilegasta heildaryfirlit, sem til er um þetta efni.
Áttunda ritgerðin, sem nefnist „Islenzka samhljóðabreytingin" (bls. 90-
107), er endurbætt og stytt gerð ritgerðar með sama titli, sem birtist í Skandi-
navskij Sbornik 2. bindi 1957 (bls. 205-221). Ritgerðin var prýðileg í frum-
gerðinni, en hreint meistarastykki í þessari styttu gerð. Grunnhugmynd höf-
undar er sú, að samhljóðabreytingin sé deiliþáttabreyting, og með frábærri
snilld rekur hann, hvernig röddunin tapar deiligildi sínu og aðblásturinn öðl-
ast deiligildi. Hann bendir á, að þetta sé alíslenzk breyting og áhrif frá
dönsku eða öðrum málum komi þar ekki til (bls. 105). Um tímasetninguna
hikar hann og telur vafasamt sambandið milli hljóðdvalarbreytingarinnar og
afröddunar, en það hafði hann talið líklegt í fyrstu gerð ritgerðarinnar (bls.
98-99). Undirritaður telur hins vegar, að þetta samband sé mjög líklegt og
hefur reynt að færa rök að því annars staðar.
Enda þótt ritgerð höfundar sé traust og gott verk, verður ekki hjá því kom-
izt að henda á nokkrar veilur. Þannig er það alrangt, að fráblásin lokhljóð
séu „hörð“. Slíkt er að vísu almennt álitið, en er aðeins rétt í málkerfi þar
sem fráblásin lokhljóð mynda andstæðu við rödduð lokhljóð, en slíkt er ekki
tilfellið í íslenzku eins og allir vita. Rannsóknir sýna mjög greinilega, að frá-
blásnu lokhljóðin eru veikari en þau fráblásturslausu í nútímaíslenzku. HiS
sama hefur reynzt í dönsku, eins og nú síðast hefur verið sýnt í ágætri rit-
gerð þeirra B. Frpkjær-Jcnsens, J. Rischels og C. Ludvigsens, og svo hefur
einnig reynzt í öðrum málum með svipuð kerfi. Munurinn á fráblásnum og
fráblásturslausum lokhljóðum í íslenzku er fyrst og fremst raddbandastöðu-
munur. Mjög sterkar líkur benda í þá átt, að svokölluð ballístísk hringrás
(cycle balistique) einkenni raddbandamyndun fráblásinna lokhljóða í ís-
lenzku. Sé þetta rétt, en það er órannsakað, má sjá ýmsar hljóðbreytingar í
gjörólíku ljósi, t. d. afröddun nefhljóða og hliðarhljóða á undan lokhljóði og
umfram allt hinn svokallaða aðblástur. Þetta breytir þó ekki því, að í heild eru
niðurstöður höfundar réttar, þótt minni háttar atriði þarfnist endurskoðunar.
Níunda ritgerðin nefnist „Uppruni óraddaðra nef- og hliðarhljóða sem
fónema í íslenzku" (bls. 108-114). Höfundur telur, að þessi hljóð hafi verið
til í fornmálinu, en orðið fónem við afröddun lokhljóðanna. Við þessa skýr-