Skírnir - 01.01.1974, Page 258
252
RITDÓMAR
SKÍRNIR
ingu er ekkert að athuga, því að hún er augljós. Höfundur liefur einnig hent
á, að óraddað m er aðeins fónem í sunnlenzku (bls. 81); að áliti undirritaðs
mætti basta þar við órödduðu n. Mótbáran gegn skýringu höfundar er íyrst
og fremst sú, að hún skýrir staðreyndimar aðeins að hálfu leyti, þótt rétt sé
svo langt sem hún nær. Óskýrt er, hvers vegna fara saman afröddun og frá-
blástursleysi annars vegar og röddun og fráblástur hins vegar. Þessi atriði
skýrast mjög vel, sé gert ráð fyrir ballístískri hringrás raddbandanna og jafn-
framt verður þá ástæðulaust að telja, að hn-, hl, hr- hafi verið óbeinn hvati
að myndun þessara hljóða (bls. 110).
Tíunda ritgerðin nefnist „íslenzk-norskar samhljóðabreytingar" (bls. 115-
126) og er fyrst og fremst gagnrýni á bók K. C. Chapmans „Icelandic-Nor-
wegian Linguistic Relationships", en verður höfundi jafnframt tilefni til ýtar-
legs yfirlits um þessi vandamál. Höfundur gagnrýnir einkum skoðanir Chap-
nrans á eðli hljóðbreytinga (bls. 118). Undirrituðum er þó ekki fyllilega Ijóst,
hvað vinnst með því að nota hugtakið „hreyfing“ (= process) í stað „tilhneig-
ing“. Virðist það nánast orðaleikur, enda sannleikurinn sá, þótt bitur sé, að
ekki er enn hægt að komast fyrir endann á orsökum hljóðbreytinga, þ. e. skýra
hvers vegna þær gerast, þótt hægt sé að skýra, hvernig þær gerast. Höfundur
bendir á ýmis atriði í þróun lokhljóðanna, sem ekki styðja kenningu Chap-
mans og í heild virðist niðurstaða hans sú, að hliðstæðar breytingar í rslenzku
og norsku hafi gerzt samhliða (bls. 125-126) um margar aldir og séu afleið-
ingar af beinni þróun innan frá.
Srðasta ritgerðin nefnist „Uppruni tannbergshljóða og rismæltra hljóða í
norsku og sænsku" (bls. 127-146). Þar er rakið af mikilli nákvæmni flest,
sem vitað er um uppruna, dreifingu og hljóðfræðilega myndun þessara hljóða.
Vafasamt er, að nein önnur ritgerð gefi eins greinargott og nákvæmt yfirlit
um þessi vandamál.
I formála bókar sinnar kemst höfundur svo að orði: „Sú von hvarflar ekki
að mér, að þær skoðanir, sem ég set fram í rannsóknum mínum, komi öðrum
málvísindamönnum fyrir sem trúlegar eða frumlegar. Skoðanir eins vísinda-
manns virðast öðrum vísindamönnum ýmist ótrúlegar eða fáránlegar (ef þær
falla ekki sarnan við skoðanir þessara vísindamanna), eða augljósar og ó-
frumlegar (ef þær falla saman við skoðanir þessara vísindamanna). Þriðji
möguleiki er ekki til. Eg þakka þeim, sem fallast á skoðanir mínar og einnig
þeim, sem ekki fallast á þær“ (bls. 3).
Undirritaður vill leyfa sér að mótmæla þessum skoðunum og fullyrða, að
engum málvísindamanni muni finnast skoðanir Steblin-Kamenskijs fáránlegar,
heldur hið gagnstæða. I þeim er að finna það, sem er mikilvægast í vísinda-
legri hugsun: frábæra skarpskyggni og hæfileika til að greina að aðalatriði og
aukaatriði svo og hvatningu til nýrra rannsókna. „Agreiningurinn er tilefni til
nýrra rannsókna", skrifaði Roman Jakobson 1960 (Closing Statements: Lin-
guistics and Poetics) og í vísindarannsóknum hlýtur ágreiningur ætíð að vera
til staðar. I vísindum er ekkert til, sem heitir endanlegar niðurstöður og getur
aldrei orðið. Vísindastarf er því í eðli sínu ófullkomið, en aðeins færustu og