Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 13
JÓN BJÖRNSSON Á BAKKA
og venja var góðra heimila með nægum vinnukrafti. Yfir öllu var
hinn forni stíll, þar sem stjórnsemi, sparsemi og nýtni voru í há-
vegum höfð. Þar var mikill og góður matur, og hlaðin borð, er
gesti bar að garði.
Jón var ágætur skepnuhirðir, oft dundaði hann og nostraði við
hirðingu fjárins. Hann undi vel notalegu naslhljóði kindanna,
þegar gefið var á garðann. Einnig dvaldist honum oft við að sópa
og snyrta í heystæði og geil, þá raulaði hann gjarnan fyrir munni
sér stökur sínar, þær er hann orti jafnóðum, eða brot úr ævirím-
unni, sem hann orti um líf sitt og störf, en þar er þessi vísa:
Setti ég upp síðan hött,
sortnaði hildarleikur.
Gelti ég hund og grimman kött,
gerði það hreint ósmeykur.
Eitt sinn sem oftar í göngum kom Jón, ásamt Birni syni sínum,
með safnið niður hjá Brekkukoti. Blasti þá við ný rétt úr timbri.
Þá mælti Jón:
Grund er þarna græn og slétt,
sem geðjast öllum lýði.
Þar á stendur þessi rétt,
sem þykir héraðsprýði.
Jón var mikill rímari og fljótur að yrkja. Vísur hans voru krydd
í dagsins önn. Hann kvað frá sér bæði sætt og súrt, eins og þar
stendur. Þetta er ómetanlegur eiginleiki, ekki öllum gefinn. Jón
kom oft að Vatnsleysu, en þar var póst- og símaafgreiðsla. Mér
er hann minnisstæðastur allra, er komu þeirra erinda. Hann reið
venjulega kveðandi í hlað, og hélt því áfram meðan hann af-
klæddist yfirhöfn og stígvélum, en að þessu loknu barði hann að
dyrum.
Jón átti góðan reiðhest, er Kaffon hét. Hann var kaffibrúnn
11