Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 15
JÓN BJÖRNSSON Á BAKKA
við, er hann hafði lokað túnhliðinu, tók ofan og gerði bæn sína.
Sama hátt hafði hann á, er hann reri til fiskjar. Þegar út í bátinn
var komið, las hann ferðabæn með höfuðfatið í höndum sér.
Jón var eðlisgreindur og varð margt að umhugsunarefni. Örar
framfarir eftirstríðsáranna vöktu áhuga hans, þótt aldur hamlaði
frekari aðgerða af hans hálfu. Honum var létt um mál á fund-
um, hélt þá langar ræður mæltar af munni fram, var laus við
feimni og minnimáttarkennd. Hann gat stundum verið hrjúfur á
yfirborðinu, en þeir sem vel þekktu til, vissu, að undir bjó hlýtt
hugarþel og viðkvæm lund.
Góður sjósóknari var Jón, átti bát, reri til fiskjar og stundaði
eggjatöku við Drangey. Lundeyjan, sem tilheyrir Bakka, var og
vel nýtt, þar var æðarvarp með meiru. Dúninn hreinsaði hann
sjálfur og seldi síðan. Selaveiðar stundaði hann fram að áttræðis-
aldri, er hann skaut síðasta selinn með fornri soldátabyssu, eins
og segir í „Leirgerði“, en svo nefnist vísnakver þeirra sýslufundar-
manna.
Jón færði gestgjafa sínum kjöt af þessari sinni síðustu bráð, er
hann fór á sýslufund. Veiðin var rædd og rómuð meðal fundar-
manna. Stefán Vagnsson lét gera meðfylgjandi teikningu og færði
Jóni. A teikningunni er Jón að draga selinn inn í Templarahúsið,
en þar var sýslufundurinn haldinn. A eftir gengur ritarinn með
gjörðabókina. Þessi vísa fylgdi með:
Ljóðin gelur listelskur,
Lofnar velur sniðgömr.
A Bakka dvelur dáðríkur,
og drepur seli áttræður.
St. V.
Jón var hrókur alls fagnaðar. Glaður og reifur lét hann kveð-
skap sinn fljúga óspart, sjálfum sér og öðrum til skemmtunar.
Þessa gætti mjög, er hann sat sýslufundi. Sigurður Sigurðsson sýslu-
maður og Stefán Vagnsson sýslufundarritari ýtm undir kveðskap-
13