Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 18
SKAGFIRÐINGABÓK
Þar ég vildi hníga í völlinn,
hinztu þegar glímutröllin
fleygja mér í feigðargröf.
Vildi ég þá hugarhljóður
hafa hjá mér traustan bróður,
leiðtoga um Ijóssins höf.
Leirgerður geymir mikið af kveðskap eftir Jón, en hér mun ég
þó láta staðar numið um það efni.
Jón var einn af þeim fáu mönnum, sem kunni að umgangast
vín. A Bakka var ávallt til gott vín á flösku, en sú flaska var
handleikin með varúð og aldrei um of. Góðum gestum var veitt
út í kaffið, eins og kallað er, aðeins til að létta lundina. Þau hjón-
in voru gestrisin, og hvergi var betra að koma.
Guðrún á Bakka var fremur lág vexti, fríðleikskona talin á yngri
árum, en með aldrinum varð hún nokkuð gildvaxin. Hún var glað-
lynd á heimili og manni sínum mjög samhent um alla búsýslu.
Ekki var Guðrún víðförul um dagana. Arið 1952 þurfti hún að
fara til Reykjavíkur til augnlæknis, kom þá við á Sauðárkróki í
suðurleið, þá voru liðin 30 ár frá því er hún átti síðast leið þar
um.
Guðrún var góðleg í framkomu og barngóð. Léttadrengur á
næsta bæ sagði svo frá, að oft hafi Guðrún á Bakka gert sér gott.
Þegar hann var að eltast við skepnur nærri Bakkatúni, kom hún
út til hans með flatbrauðssamloku og var vel drepið á með smjöri.
A þeim dögum áttu börn ekki völ á öllu betra hnossgæti.
Börn þeirra hjóna voru:
Björn Helgi, fæddur að Enni 25. júní 1900; mikill atgervis-
maður, líkur föður sínum. Hann lézt úr lungnabólgufaraldri 21.
des. 1921.
Helga, fædd að Enni 5. marz 1903; há og spengileg myndar-
stúlka. Hún lézt á sjúkrahúsi í Reykjavík 20. júlí 1953. Ogift og
barnlaus.
Jóhanna Soffía, fædd að Enni 18. maí 1904. Hún fór ung að
heiman og giftist Tryggva Gunnlaugssyni frá Sökku í Svarfaðar-
16