Skagfirðingabók - 01.01.1979, Qupperneq 22
SKAGFIRÐINGABÓK
verzla hvar á landinu sem þeim þóknaðist. Á tímabilinu 1684-
1732 var þeim ekki heimilt að verzla nema við Hofsóskaupmann,
þ. e. a. s. þeim sem heima sátu. Vermenn, sem sóttu úr Skagafirði
suður og vestur til sjóróðra, verzluðu að sjálfsögðu við kaupmann
viðkomandi kaupsvæðis, ef svo bar undir og ef svo stóð á, að
kauptíð stóð yfir. Eftir lok umdæmaverzlunarinnar var Skagfirð-
ingum frjálst að verzla á þeirri höfn, sem þeir kusu sér fyrir við-
skiptahöfn, en þeir urðu þó að hafa fastaverzlun sína á einum
stað, nema vöru skorti þar, eða hún væri ekki nægilega góð.
Að sjálfsögðu lá Hofsós bezt sem verzlunarstaður fyrir lang-
flesta bæi sýslunnar, en það er afar sennilegt, að sumir bæir hafi
á tímabilinu 1602-1684 sótt verzlun að staðaldri til Skagastrand-
ar, sumir jafnvel ýmist til Hofsóss eða Skagastrandar. Þegar verzl-
unarsókn var gefin frjáls 1733, með þeim takmörkunum, sem
nefndar hafa verið, kusu eftirtaldir bæir í Skagafjarðarsýslu að
eiga verzlunarsókn til Skagastrandar: I Skefilstaðahreppi: Hraun,
Þangskáli, Keta, Gauksstaðir, Foss, Hvammkot, Lágmúli og Illuga-
staðir; í Seyluhreppi: Fjall, Vatnsskarð, Valadalur og Valabjörg.
Aðrir bæir í Skagafirði hafa haft heimild til að verzla á Skaga-
strönd, ef vöru skorti á Hofsósi og ef varan þar var ekki nægilega
vönduð. Ohætt er því að segja, að verzlunarhafnir Skagfirðinga á
einokunaröldinni hafi verið tvær, Hofsós og Skagaströnd eða
Höfði, eins og þessi kaupstaður nefndist fyrrum.1
Árið 1743 tók nýtt félag við Islandsverzluninni og annaðist
hana til 1758. Meðal Islendinga hefur þetta félag jafnan verið
kallað Hörmangarafélagið, vegna þess að það var stofnað af kaup-
mönnum í Höfn, sem á danskri tungu nefndust Hprkræmmere,
þ. e. hörkaupmenn.
Um verzlun Hörmangarafélagsins á Islandi giltu þær reglur,
sem skráðar voru í verzlunarleyfi þess - „oktroj“ - sem konungur
gaf út 13. júlí 1742.2 Hér voru m. a. ákvæði um, að viðskipta-
menn skyldu njóta kaupfrelsis hjá félaginu, þ. e. mega ráða því
1 Sbr. Bændatöl og skuldaskrár 1720—1765. Þsk. ísl.
2 Verzlunarleyfið er prentað í Lovsamling for Island, II. bindi, bls. 400—
418.
20