Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 28
SKAGFIRÐINGABÓK
í skuld og kom ekki með betalinginn; í fyrra segist hann hafa
fengið 2 tunnur mjels og loforð fyrir lni til og almenneleg um-
kvörtun segir hann sé í Seyluhrepp upp á mjelið af flestum þar,
sérdeilis hafi M(onsieu)r Magnús Skaftason beðið sig að klaga
yfir, að hann ei hefði fengið so mikið mjel, sem hann hefði begert,
og biður hann mætti fá eina hálftunnu til.“ 3. sp.: „Upp á þann
3ja póst svarar hann, að í fyrri kaupmanna tíð hefði það skeð en
ekki í þessa kaupmanns.“
Sigurður Jónsson, 1. sp.: „Hann hefði ekki fengið so mikið mjel
sem hann hefði begert og sama hefði hann heyrt aðra klaga.“
3. sp.: „Ekki veit ég betur.“
Hjálmar Erlendsson, 1. sp.: „Eg hefi aldrei fengið so mikið
mjel sem með þurft eður begert hefi, hvar fyrir ég hefi árlega
þurft að yfirkaupa mat hjá íslenzkum síðan árin hörðnuðu, hvörs
vegna ég hefi dregizt í skuldir bæði við kaupmann og aðra, so
það ég í þessa kaupmanns tíð fengið hefi er einasta skeð af náð
sem þó hefur verið ei minna en hjá fyrri kaupmönnum; yfir höfuð
meina ég fæstir fái so mikið mjel sem með þurfa eður um biðja;
þó neita ég ekki um þá sem kaupmaður þekkir fyrir óhætta skuldu-
nauta eður geta betalað í sauðum og lýsi.“ 3. sp.: „Það hefi ég
ekki vitað, að kaupmenn hafi neytt nokkura til að taka ánauðugu-
lega vöru, en heyrt hefi ég kaupmenn neita fólki um mjel og
segja það væri ekki til, heldur verði þeir að skammta so niður, að
allir fái nokkuð; heyrt segist hann hafa, að kaupmenn hafi sagt,
að ef menn hefðu til góða hjá kaupmanni þá hefði hann boðið
þeim brennivín og tóbak þar fyrir eður aðra vöru.“
26