Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 30
SKAGFIRÐINGABÓK
III
Þingvitnatökur þær, sem fram fóru sumarið 1753,
urðu sögulegastar í Hólminum (þ. e. Reykjavík) og Skagafirði.
Kaupmenn fóru hér fram á nýjar vitnaleiðslur og fengu þær að
sjálfsögðu. I Skagafirði var tekið nýtt þingvitni að Hofi 21. sept-
ember. Þangað var stefnt ýmsum þeim mönnum, sem höfðu borið
vitni um verzlunina 22. ágúst.1 Nefnir þingbókin 6 vitni, sem
kaupmaður hafði stefnt til að „forklára þeirra þann 22. ágúst
næstliðinn eiðsvarinn vitnisburð viðvíkjandi höndluninni í Hofsós-
kaupstað og þar af dependerandi, þó sérdeilis hvað vigt og útmæl-
ingu snertir, sem þeir þar um vitnað hafa“, eins og þetta er orð-
að.- Ennfremur var þrem mönnum stefnt til að vitna um 3 bita
af tóbaki, sem einn þeirra hafði vitnað um 22. ágúst sl., að sonur
sinn hefði „úttekið í fyrra fyrir 4 pd. og ei vegið, þá heim kom,
meir en 3!/2 pd.“ Þá hafði og annar af nefndum þrem mönnum
vitnað, að þriðja manninn hefði einnig vantað hálft pund á 4 pund
af tóbaki, þegar það var vegið eftir heimkomu úr kaupstaðnum.
Hin stefndu vitni mættu á þingstað, að tveim frátöldum, sem
voru sjúkir, en þegar til kom, varð lítið úr vitnaleiðslum: „Þau
hér nálægu vitni protestera á móti að afleggja hér í dag nokkurn
eið eftir stefnunnar hljóðan“ segir í þingvitninu. Eitt hinna stefndu
vitna var Einar Jónsson í Viðvík, og hann neitaði „aldeilis að gjöra
nokkurn eið hér í dag eður nokkra frekari upplýsing í þessari sök
en hann gjörði hér á Hofsþingi næstliðinn 22. ágúst nema sér
séu sýnd kóngsins útþrykkileg lög þar fyrir“. Féll það þá í hlut
Björns Markússonar sýslumanns að skera úr því, hvort hinum
stefndu vitnum bæri að vinna eiðinn og svara síðan spurningum
kaupmanns, og felldi hann þann úrskurð, að þeim bæri skylda til
1 Þingbók Skagafjarðarsýslu 1753—61, bls. 27.
2 Þingbók Skagafjarðarsýslu 1753—61, bls. 27 o. áfr.
28