Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 34
SKAGFIRÐINGABÓK
stjórnin svo á, að hér hafi verið um að ræða tilraun til uppreisnar,
„revolte".1
Er líklegt, að skipun Rentukammersins vorið 1754 um, að verzl-
unin skyldi fara fram í friði og spekt, eigi rætur að rekja til þessa
atburðar, enda má ætla af tillögugerð Kammersins, ds. 11. maí
1754, að þar hafi menn ekki verið ýkja hrifnir af þeim yfirgangi,
sem skagfirzkir bændur höfðu sýnt kaupmanni.2
IV
Er þingvitni voru tekin 1753, bárust mestar og flestar
kvartanir frá kaupsvæðum Eyrarbakka, Hólmshafnar og Skaga-
strandar. Næsta ár bárust enn miklar kvartanir frá Skagaströnd.
Tók Bjarni Halldórsson, sýslumaður Húnvetninga, þá aftur þing-
vitni um verzlun í Höfðakaupstað. Þetta þingvitni er dagsett 23.
september 1754 að Vindhæli. Lýsingar þess gefa, svo sem einnig
hafði verið árið áður, Hörmangarafélaginu heldur ófagran vitnis-
burð, og er vant að sjá, að félagið hafi haft í hyggju að bæta
1 Bréf Hörmangarafélagsins um þetta til Rentukammersins er dags. 29. 3.
1754; með þessu bréfi sendi stjórn Hörmfél. skýrslur um þennan at-
burð, sem þegar hefur verið vitnað í nokkrum sinnum.
2 I þessari tillögugerð (forestilling) tekur Rentukammerið saman yfirlit
um umræddan atburð skv. þeim gögnum, sem því höfðu borizt, og
segir hér, að „nogle forhen paa Landfogdens Side afhprte, men af ham
til yderligere Forklaring indstevnte Personer, foruden deres ulovlige
Opfprsel imod Retten, kom tilligemed den af Landfogden brugte actor
fra Tinget til Kramboden og trængte sig med Magt derind saavel som
i hans derved havende Sovekammer, som med disse og andre tillpbende
i en Hast blev opfyldt, og da Kjpbmanden af Frygt for Rebellion sig
af Boden retirerede begav de sig til Brændevinstpnden og der af selv
drak og gav andre.“ Norsk Relations og Resolutionsprotokol 1754, 11.
maí 1754. Ríkisskjalasafn Dana.
32