Skagfirðingabók - 01.01.1979, Qupperneq 35
SNURÐUR Á SAMRÚÐ VIÐ EINOKUNARKAUPMENN
verzlunina á þessu kaupsvæði. Var þess þó brýn þörf, að það
sinnti skyldum sínum samkvæmt verzlunarleyfinu, einmitt í þessu
verzlunarumdæmi, og hófst þar mannfellir þegar vorið eftir,
1755.1
I þingvitninu 1754 er fjallað um mörg atriði, en einna mest
ber þó á kvörtunum vegna skorts á mjöli, jafnvel, að slík vara
fáist ekki, þótt staðgreiðsla sé í boði. Astand sýslunnar sé og hið
hörmulegasta eftir langvarandi harðindi, en þó hafi keyrt um
þverbak síðastliðinn vetur, og hafi bændur þá misst mikið af kvik-
peningi.
Eitt vitnið, Magnús Pálsson, segir um ástandið í sínum hrepp,
að fólk hafi þar stóran missi þolað á kvikfé sínu á fyrirfarandi
vetri og sé „nauðstatt uppá bjargræði; hann segist átt hafa yfir
hundrað fjár í haust, en nú í vor 20. Hið sama ber fyrrnefnt vitni
um missi og aumt tilstand hreppsmanna“.2 11. vitni, Arni Þor-
varðsson, segir: „I Asahrepp hafi peningamissir verið og fólk
nauðstatt um bjargræði.“ 12. vitni svarar hinu sama. 9. vitni,
Einar Gíslason, segir: „Fellir mikill í hreppnum og fólk mjög
bjargarlítið, svo varla eða ekki sé lífvænt sumu.“ 10. vitni, Guð-
mundur Jónsson, svarar hinu sama um sinn hrepp. 7. vitni, Einar
Böðvarsson, segir: „Allir hafi þar í sveit kvikfé misst og fólk
nauðstatt uppá bjargræði.“ 8. vitni, Arni Einarsson, svarar hinu
sama. 5. vitni, Sigurður Þorláksson, segir: „Aðspurður um tilstand
hreppsins segir það sé aumlegt þar, allir hafi misst nokkuð kvikfé
og sumir mikið.“ 6. vitni, Arni Halldórsson, svarar hinu sama.
Vitnin virðast hafa verið valin undantekningarlítið eitt úr hverj-
um hrepp sýslunnar, og ein spurningin hljóðar um það „hvört
hreppsmenn hafi fengið mjöl svo mikið sem þurftu“. Svörin úr
hinum ýmsu hreppum sýslunnar eru sem hér segir:
Fyrsta vitni, Jón Magnússon, Stóra-Búrfelli, Svínadalshreppi:
1 Sbr. t. d. ævisögu Þorsteins Péturssonar prófasts á Staðarbakka, bls. 195.
Þessi mannfeilir skipti hundruðum árin 1756—57, og mun höfundur
gera honum skil í riti sínu, „Deilur Hörmangarafélagsins og Islend-
inga 1752—57“, sem er væntanlegt innan tiðar.
2 Þingbók Hvs., 156-157.
3
33