Skagfirðingabók - 01.01.1979, Síða 39
SNURÐUR Á SAMBÚÐ VIÐ EINOKUNARKAUPMENN
ári, og hafi ójöfnuður hans komið þyngst niður á þeim, sem þá
báru vitni um verzlun hans. Þar eð þeir verði að kaupa alla er-
lenda vöru hjá honum, hafi hann nú átt framúrskarandi gott færi
á að refsa þeim með alls konar áreitni, svo að þeir gerist ekki svo
djarfir að kvarta aftur. Hann hafi komið aftur þetta ár jafn bí-
sperrtur og áður, þrátt fyrir þingvitni síðasta ár, þar sem ýmis-
legt misferli hafi sannazt á hann, og geri hann gys að því, ef
einhver skírskoti til réttar síns að kæra ójöfnuð hans fyrir yfir-
völdunum.
Að síðustu kemur sýslumaður þeirri ósk á framfæri, sem hafði
verið samkomulag um meðal þingvitnanna, að Luja verði látinn
hætta kaupmennsku á Skagaströnd, og sendur þangað annar mað-
ur, sem sýni nauðstaddri alþýðu meiri skilning í þrengingum
hennar.
I þingbók Húnavatnssýslu (ds. 23. sept. 1754) hefur þetta sam-
komulag Húnvetninga um að reyna að losna við Hans Muhle
Luja, kaupmann í Höfða, verið skráð sem hér segir: „Að síðustu
var sameiginlega begiært af Mr Einari Magnússyni, prófastinum
sr. Þorsteini Péturssyni, prestinum sr. Eiríki Hallssyni og flestum
hér samankomnum bændum og úr ýmsum hreppum, sem eru
hreppstjórar og heldstu bændur í Distriktet, að sýslumaðurinn
gjöri þeirra vegna allraundirdánugustu suplikats um það, að annar
kaupmaður sendist hingað þar þessi sé ei fundinn að höndla eftir
Kongl. Majts lögum og octroj og brúki öngva meðaumkan við
fátækt fólk í þessum stórharðindum, heldur verði fólk að gjöra
tvær eða þrjár reisur að fá sína nauðsyn í einni kauptíð, líða þó
órétt og stundum fá högg í kaupstaðnum fyrir öngvar sakir; til
með standa í kaupstaðnum so lengi kaupmaður vill, til þess hann
gegnir þeim, og ár eftir ár á þingum til að klaga og vitna um
hans óréttvísi; begiæra því annan kaupmann sem haldi sér eftir-
réttanleg Kongl. Majts lög og forordningar og með friðsemi höndli
við alþýðu sannsýnilega.”1
Rentukammerið sendi að sjálfsögðu félaginu útdrátt úr þing-
1 Þingbók Hvs. 1747-55, 161.
37