Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 48
SKAGFIRÐINGABÓK
tuggði tóbak, var ógurlegur munntóbaksmaður, og spýtti
alltaf aftur fyrir sig á skakk, hirti ekkert um, hvar lögurinn
lenti.
Eina vísu kann ég eftir Karólínu þessa Guðmundsdóttur:
Karólína, Karólína
krossinn ber með sút,
Guðmundsdóttir dýra,
dreglasólin hýra.
Gaman væri, gaman væri
að geta komið út.
Karólína dó í Villinganesi. Voru uppi háværar raddir um,
að hún hefði látizt vegna skorts. Og þetta gekk svo langt,
að einhver skottulæknir, sem ég kann ekki að nefna, var til
kvaddur. Líkið var krufið og innyflin þvegin í læk suður
og niður í túninu til að rannsaka orðróminn, því læknirinn
sagði þau ættu að vera mjög þunn, ef hún hefði dáið úr
hor. Eins og gefur að skilja var matur svo mikilvægur í þá
daga, að reynt hefur verið að halda í við þá, sem ekkert
gátu látið á móti. Guðmundur var fríaður af illri meðferð
á dóttur sinni. Aftur á móti var sagt, að hann hefði borgað
þessum skotmlækni eitthvað fyrir að þegja.
Mér datt oft í hug á mínum æskuárum í Villinganesi,
þegar ég þurfti yfir bæjarlækinn í myrkri, að ekki yrði mér
nú vel við, ef ég sæi garnarspotta!
46