Skagfirðingabók - 01.01.1979, Qupperneq 51
KARÓLÍNA KROSSINN BER
verið vægara orð í penna prestsins en nú tíðkast, merkt beinlínis
það, sem í því felst: ekki með fullu viti. Sakir vönmnar sinnar til
sálar og líkama staðfesti Karólína aldrei skírnarheitið frammi
fyrir góðum guði í sóknarkirkjunni rétt utar og hinumegin ár.
Eftir lát móður sinnar, 1842, er Karólína Guðmundsdóttir skráð
í kirkjubókinni „tökubarn“ á Jórunnarstöðum og „á hrepp“ 1849.
Hún var komin á ómagaskrá Saurbæjarhrepps tveim árum fyrr.
Þá voru lagðir með henni 96 fiskar og um leið „fyrir hitt fyrra
ár þá vantandi meðlag“ sama fiskatala. Þessi útgjöld eru skýrð
með svofelldum ummælum: „Karólína Guðmundsdóttir, 14 ára
gömul, uppalin hjá Páli bónda á Jórunnarstöðum, er aflvana,
undarleg og mjög þungur ómagi; faðir hennar er vinnumaður
(að við ekki betur vimm) vesmr í Skagafirði, sem allt að þessu
og enn í ár hefur gefið með henni meiri hluta meðlags, en móðir
hennar er dáin og arfurinn eyddur henni til framfæris.“ Af sveit
var lögð með Karólínu áðurnefnd fiskatala næsm ár, og er greini-
lega fram tekið í hreppsreikningum, að Guðmundur greiði hverju
sinni 34 hluta meðlags. Samt kom svo, að hann stofnaði til skuld-
ar við Saurbæjarhrepp, og þá, 1856, á miðjum einmánuði, var
stúlkukindin Karólína á Jórunnarstöðum látin ferðbúast og flutt
síðan yfir hrikafjöll og fannir til Skagafjarðar, því Guðmundur
faðir hennar tók hana nú til sín að Villinganesi. Þetta var mikil
reisa fyrir jafn litla ferðaskjóðu, aldrei áður mun Karólína hafa
komizt út fyrir sóknarmörk sín, ef til vill ekki einu sinni út fyrir
Jórunnarstaðatún. Hún var mttugu og tveggja ára, þegar hún
kvaddi Eyjafjörð.
I Villinganesi var þríbýlt þennan tíma. A búi Guðmundar var
auk hans sjálfs ekki annað fólk en Jóhanna Sigfúsdóttir og Jón
son Guðmundar, á níunda árinu. Jón náði allháum aldri. Hann
byrjaði búskap 1876 og bjó lengst í Villinganesi, 1887-1901,
en lézt á Hofi í Vesmrdal í júní 1914.*
Guðmundur Þorsteinsson var í hér um bil 65 rd. skuld við
Saurbæjarhrepp, þegar hann tók Karólínu dótmr sína vesmr og
* Þáttur af Jóni er í Skagf. æviskrám I, bls. 149-51.
4
49