Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 67
BJÖRGUN VIÐ KETU Á SKAGA 1928
eftir FREYSTEIN A. JÓNSSON
Árla morguns hinn 7. maí 1928 fór vélbáturinn Garðar
í blíðskaparveðri frá Sauðárkróki út að Ketu á Skaga til að sækja
þangað rekavið. Rekavið þennan átti Sveinn Magnússon, fyrrver-
andi bóndi í Kem, sem nú var fluttur til Sauðárkróks.
Á Garðari voru þessir menn: Formaður Guðmundur Þorvalds-
son, mótoristi Þorsteinn Sigurðsson, hásetar Sveinn Magnússon og
Sigurður Jóhannsson. Þeir fóru sem leið lá út með Skaganum og
lögðust við akkeri fram undan Ketu, á að gizka 100—120 m frá
landi.
Aðstæður við Kem eru þannig, að skammt fyrir sunnan Kem-
bæinn eru Kembjörg, há og hrikaleg. Norður frá þeim ganga
klettabakkar, sem lækka þegar norðar dregur. Þeir eru ókleifir
venjulegum mönnum, víðast hvar þverhníptir í sjó, en sums staðar
er þó smá fjöruborð, stórgrýtt, sem hrunið hefur úr bökkunum.
Fyrir neðan Kembæinn er bás einn, sem kallaður er Keta. Þar
er lending sæmileg í norðanátt, en ef hann er austlægur og brim
mikið, gengur sjór í bjarg. Sunnan við Ketuna em tveir háir
klettadrangar. Skýla þeir lendingunni fyrir suðaustanátt. Mjór áll
er milli dranganna og lands. Gata liggur skáhallt upp úr Ketunni,
sem svellrennur í frosmm. Ef bjarga þurfti bát undan brimi, varð
að setja hann upp í gömna, og til þess þurfti ærinn mannskap.
Frá Kem hefur verið útræði frá ómunatíð, og gamlar sagnir
5
65