Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 72
SKAGFIRÐINGABÓK
Um hádegi 8. maí kom vélbáturinn Hringur frá Sauðárkróki.
Hafði hann meðferðis allmargar tómar tunnur (olíuföt). Komið
var köðlum undir Garðar og bundnar tunnurnar á hann, svo þær
verkuðu eins og flotholt. Einnig var ankerið losað, og var Garðar
svo dreginn af stað inn með Skaganum. Með Hring fór áhöfnin,
sem var á Garðari.
Nokkru innar á Skaganum er Selvík. Þar er lending góð og
sandfjara. Þar var Garðari rennt á land um háflæði og síðan látið
flæða undan honum. Þannig var viðnum náð úr lestinni, og var
hann fluttur um borð í Hring. Þá var sjónum dælt úr Garðari,
og flaut hann þá á næsta flóði. Ur því var auðvelt að draga hann
til Sauðárkróks.
Garðar var búinn að fara marga rekaviðarleiðangra á Skaga,
áður en þetta skeði, og átti hann eftir að fara margar ferðir eftir
það. Hann var lengi til á Sauðárkróki, og þrátt fyrir þetta óhapp
held ég, að hann hafi verið mesta happafleyta.
Mikið var rætt um atburð þennan í sveitinni, og fannst flesmm,
að Jón ætti skilið að fá verðlaun fyrir afrek sitt. Datt mönnum
helst í hug hetjusjóður Andrews Carnegie, sem þá hafði um árabil
veitt verðlaun fyrir unnin björgunarafrek. En enginn var svo
pennafær, að hann treysti sér til að semja skýrslu um atburðinn,
og leið svo sumarið, haustið og fram á vetur.
Um veturinn var ráðinn barnakennari í hreppinn. Var það
Ingibjörg Jóhannesdóttir, móðir Brodda Jóhannessonar rektors.
Hún kenndi um tíma á Syðra-Mallandi. Ingibjörg var greind kona
og ófeimin. Bauðst hún strax til að semja skýrsluna og koma
henni á framfæri. Skráði hún síðan atburðinn, og var hann undir-
ritaður af öilum viðkomandi. Var skýrslan síðan send suður til
dómsmálaráðuneytisins um vorið.
Nú leið tíminn. Svo var það í febrúar 1931, að bréf barst frá
sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki til Jóns Þorfinnssonar, þar sem
honum var tjáð, að hann ætti þar 600,00 kr. danskar, verðlaun
veitt úr hetjusjóði Carnegies, og mætti hann vitja þeirra við tæki-
færi. Skjal fylgdi bréfi þessu, sem hljóðar þannig:
70