Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 75
BRUNINN Á MÆLIFELLI 1921
eftir björn egilsson á SveinsstöSum
FjÁrsafnið í fyrstu göngum haustið 1921 var komið
ofan í Lækjarhlíð miðvikudaginn í 22. viku sumars skömmu eftir
hádegi, eins og venja var. Veður var gott, suðvestlæg átt og frem-
ur hlýtt. Það mun hafa verið nokkuð hvasst á sunnan eða suð-
vestan aðfararnóttina, en ekki man ég eftir því, að tjaldið rifnaði
eða gangnamenn gætu ekki sofið á Hrossengi, en svo hét áfanga-
staður Vestflokksmanna fremst á Fossadal.
Eg og faðir minn, Egill Benediktsson, vorum báðir gangna-
menn Vestflokks þetta haust. Eg var þá vinnumaður á Mælifelli,
en hann átti heima í Hvammkoti, þar sem bjuggu Sigríður systir
hans og maður hennar, Hannes Kristjánsson. Egill var lausamað-
ur í Hvammkoti, var þar lítið, stundaði barnakennslu á vetrum,
en ýmsa vinnu á sumrin, löngum í búnaðarvinnu, stundaði plæg-
ingar o. fl.
Við feðgar vorum norðan við safnið í Lækjahlíðinni. Þá kom
maður til okkar, Ingólfur Daníelsson bóndi í Merkigarði, sem
líka var einn af gangnamönnum Vestflokks. Hann hafði frá tíð-
indum að segja: „Bærinn og kirkjan á Mælifelli brann í nótt.“
Egill varð hljóður við, en spurði svo, hvort fólkið hefði bjargazt
og var það. Ekki var rætt meira um þennan atburð, sem heyrði
nú sögunni til.
73