Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 80
SKAGFIRÐINGABÓK
dag var eldavélin í syðra eldhúsinu allmikið brúkuð, því að þá
var bakað. Ekki var heldur tekinn upp eldur í öðrum eldfærum
daginn áður en brann, en líklegt þykir honum, að eldur úr elda-
vélinni hafi verið falinn í hlóðunum, því að það var siður. Moldar-
gólf var í eldhúsinu og hlóðir fyrir miðjum stafni að vestan. Tré-
gólf var í ganginum milli skála og eldhúss. Ur eldavélinni lá járn-
pípa, á að gizka 5 þumlunga víð, upp í gegnum miðbaðstofuna
og þar út um þekjuna, rétt sunnan í mæninn. Var þar svo um
búið, að blikkhólkur var utan um pípuna. Sá hólkur var úr bað-
lyfsdunk á að bizka 5 gallona, hyggur yfirheyrði. Milli pípunnar
og hólksins var sett salt og aska, og náði hólkurinn jafnhátt og
ytri brún þekjunnar. Náði pípan á að gizka á aðra alin upp úr
þekjunni. Eldavélin var innmúruð og blikkplata fyrir framan hana.
Yfirheyrði kveðst hafa farið að hátta um kl. 11, en síðast muni
hafa gengið um bæinn Jakobína Sveinsdóttir. Hún muni hafa
farið í frambæinn (nyrðri röðina) eitthvað fyrir kl. 12.
Hann segir, að þekjurnar á bænum hafi verið mjög þurrar,
því að þurkar hafi gengið undanfarið. Stoppað var með heyi með
vindskeiðum og stafnarnir (svo). Skilrúm milli hlóðaeldhúss og
suðurraðarinnar og skálans og gangsins voru úr tré og stoppað þar.
Hann kveður Jakobínu ekki muni hafa fundið reyk eða reykjar-
lykt, er hún fór um norðurhúsið um tólfleytið og telur því senni-
legt, að þar sem eldurinn var orðinn svo magnaður litlu seinna,
að hann hafi fyrst komið upp úti, þ. e. kviknað í þekjunni í eld-
húsinu nyrðra, og þá sennilega, af því sunnanstormur var um dag-
inn, af neista eða neistum úr pípunni upp um suðurþekjuna.
Var síðan farið að bjarga og tókst að koma nokkrum munum
út úr svefnlofti og austurstofu og lítils háttar úr vesturstofunni,
minnst þar, því að það var næst eldinum ....
Þegar fólkið var komið út og búið að bjarga úr bænum því
sem unnt var, sendi hann vinnumann sinn á bæi að fá hjálp til
að verja hlöðu og fjós. Strax er logaði upp úr suðurröðinni, fór
kirkjan að brenna — ef til vill fyrr, því að yfirheyrði veitti því
ekki eftirtekt. Fyrst til hjálpar kom fólk frá Starrastöðum, Olafur
bóndi þar og Símon Jóhannsson og Monika kona hans. Tókst að
78