Skagfirðingabók - 01.01.1979, Qupperneq 87
BRUNINN Á MÆLIFELLI 1921
þá orðin háöldruð og höfðu litla eða enga húshjálp. En úr þessu
réðist þannig, að Jakobína fór að Lýtingsstöðum til Guðmundar
Stefánssonar og Þórunnar Baldvinsdóttur. Mikil og einlæg vinátta
var með Þórunni og Jakobínu síðan þær voru í sambýli á Sveins-
stöðum árin 1905 og 1906. A Lýtingsstöðum fæddist yngsti sonur
Jakobínu í febrúar 1922.
Eg var næsta vetur í Héraðsdal hjá Jóni Einarssyni bónda þar
og konu hans, Sigríði Sigurðardóttur. Jón var þá orðinn heilsu-
tæpur, og hirti ég skepnur hans, en búið var ekki stórt.
Þá vík ég aftur að gjöfum frá góðu fólki. Björg Eiríksdóttir,
kona Kristjáns Gíslasonar kaupmanns á Sauðárkróki, gaf séra
Tryggva fín spariföt, og frá Ameríku voru föður mínum send
spariföt úr góðu efni, sem hann átti í marga áratugi. Þessi send-
ing var frá bróður hans, Indriða Benediktssyni. En þess er að geta,
að Egill hafði átt föggur sínar sumar geymdar á Mælifelli. I
þessu sambandi er mér þó minnistæðast, er ég kom í hreppaskil
á Lýtingsstöðum um haustið. Tómas Pálsson bóndi og oddviti á
Bústöðum kallaði á mig afsíðis og rétti mér böggul, og hann var
svo glaðlegur og broshýr, en stundum var þessi maður sagður fá-
máll og dulur. Þessi gjöf kom sér vel. I bögglinum voru ný ullar-
nærföt. Eitthvað af fötum missti ég í brunann eins og annað
heimilisfólk, en ég átti ekki neitt, utan einn kistil, og hann fór.
Mér var gefinn þessi kistill, þegar ég var ungur. Hann var ein-
faldur að allri gerð, ómálaður með handraða og góðri skrá. Þetta
var áður peningakistill Björns Þorkelssonar bónda á Sveinsstöð-
um, en hann var fósturfaðir móður minnar. Þegar ekkja Björns,
Guðlaug Gunnlaugsdóttir, lá banaleguna haustið 1910, kom Jó-
hann hreppstjóri á Brúnastöðum og sótti lykilinn að kistlinum,
en í honum var geymt gull það, sem hún átti. Föður mínum þótti
mjög vænt um viðbrögð hreppstjóra, því annars hefði mátt gruna
hann um gripdeildir. Ef til vill er það vegna þess að kistillinn
brann, að ég hef aldrei eignazt peninga.
Séra Tryggvi og fjölskylda hans, fimm manns, fór að Löngu-
mýri og var þar næsta vemr. Þar bjó þá Jóhann Sigurðsson og
kona hans, Sigurlaug Olafsdóttir. Þar voru ættartengsl á milli,
85