Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 90
SKAGFIRÐINGABÓK
Kirkjan var byggð árið 1892—93, vígð á nýársdag 1893 og
tekin út á næsta ári. Er bréf um þá úttekt einnig í bréfasafni
biskups.
Lýsing Mœlifellskirkju:
„Kirkjan er byggð með kór og forkirkju, og er aðalkirkjan 12
ál. á lengd og rúmar 9 ál. á breidd, kórinn 5 X 5 ál. og forkirkjan
3 X 334 ál. Bæði í aðalkirkjunni og kórnum er hvelfing, og er
hæðin undir hvelfingu 1XA ál. og í kórnum 5Vi ál. Hliðar, bæði
á aðalkirkjunni og í kórnum, eru 5 ál. á hæð. Forkirkjan er 10 ál.
á hæð með 2 loptum og turn þar fyrir ofan, 6 álnir á hæð. Upp
af turninum er stöng, 5 Vi ál. með renndri kúlu á miðjunni og
annari kúlu minni efst, og þar upp af er kross úr járni. Hornin
að innan á aðalkirkjunni eru hvelfd, og bogi yfir innri dyrum
kirkjunnar að innan. Gluggar eru 2 á hvorri hlið aðalkirkjunnar
og 1 gluggi hvoru megin á kórnum, og eru gluggakarmarnir 2 Vl
ál. á hæð og Wi ál. á breidd. Yfir útidyrum er gluggi, annar þar
fyrir ofan á neðra lofti forkirkjunnar og hinn þriðji framan á
turninum. Allir gluggar á kirkjunni eru bogadregnir að ofan.
Kirkjan er með sementeruðum grunnmúr, járnþaki og sementeruð-
um steintröppum fyrir dyrum. Að utan er hún máluð með ljós-
brúnum steinfarva, en gluggar og gluggaumgerðir, dyraumgjörð,
vindskeiðar og þakbrúnir hvítt. Kúlurnar á stönginni upp af turn-
inum eru bláar, en stöngin sjálf hvít og sömuleiðis krossinn. Að
innan er kirkjan fyrir neðan hvelfingu máluð með ljósbleikum
lit með dökkbrúnum gólflista; hvelfingarnar uppi ljósbláar og
dökkur og gylltur listi með hvelfingunum allt í kring. Sætin í
kirkjunni eru eikarmáluð og sömuleiðis innri hurðin ásamt dyra-
umgjörðinni. Prédikunarstóll og altari eru maghonemáluð með
gylltum listum og gráturnar eru eikarmálaðar. Sætin í kirkjunni
88