Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 91
BRUNINN Á MÆLIFELLI 1921
snúa öll inn og fram, prédikunarstóllinn er fyrir miðri kirkjunni,
framanvert við kórinn.
Rétta afskrift staðfestir
Viðvík 17. júlí 1894
Zófonías Halldórsson."
Árið 1900 urðu prestaskipti á Mælifelli. Séra Jón Magnússon
fór þaðan að Ríp, en séra Sigfús Jónsson fékk Mælifell, kom
þangað frá Hvammi í Laxárdal. Þá var staðurinn tekinn út all-
nákvæmlega, húsum lýst og ástandi þeirra og álag reiknað. Fyrst
er umsögn um kirkjuna.
A. Kirkjan
„Kirkjan á þær eignir, sem nafngreindar eru í vísitasíubók pró-
fastsdæmisins; í skrúða hið sama, sem talið er í úttekt 18. júní
1888, bækur allar hinar sömu sem þá. I graftólum all vænan
járnkall, járnskóflu og pálblað, en prestaspaði og tréreka eru út-
slitin, og tvær kirkjuklukkur og eina litla klukku sem fyrr. Enn-
fremur minningarspjald frá 1707 og skírnarfat. Orna- og instrú-
ment hin sömu og 18. júní 1888. Sjá annars vísitasíubókina. Kirkj-
an á í sjóði kr. 152. 24 a.“
Vorið 1919 var ég fermdur í þeirri kirkju, sem brann á Mæli-
felli. Mér þótti það undarlegt, að bekkirnir skyldu snúa inn og
fram og kirkjugestir yrðu þess vegna að snúa öxlinni að altari og
prédikunarstól. Talið var, að séra Jón Magnússon hafi ráðið þessu
og reiknað honum til sérvizku. Á síðustu árum Magnúsar Jóns-
sonar prófessors skrifaði ég honum og spurði, hver hefði ráðið
því, hvernig kirkjubekkirnir sneru. Magnús skrifaði mér fljótt,
þó hann væri orðinn rúmfasrur, og sagði í bréfinu, að faðir sinn
89