Skagfirðingabók - 01.01.1979, Side 95
BRUNINN A MÆLIFELLI 1921
dyrum. í vesturenda hússins er afþiljuð stofa, 5 ál. á lengd, 5 ál.
á breidd og 3 Ys ál. á hæð undir loft með einum sex rúðna glugga.
Uppi á loftinu er baðstofa, portbyggð, með 1 ál. porti, 4Ys ál.
á hæð upp í mæni, alþiljuð með skarsúð á sperrum, tveimur sex
rúðna gluggum á hvorum stafni og einum sex rúðna glugga á
suðurhlið. Allt húsið er mjög sterklega byggt og vel vandað að
öllum frágangi.
II. Geymsluhús að norðanverðu við íbúðarhúsið, 15 ál. á
lengd og 6 ál. á breidd, 6V2 ál. á hæð upp í mæni með þilstöfn-
um, torfveggjum og torfþaki, 16 stoðum, 8 bitum og 8 sperrum,
4 langböndum á hvora hlið og samfelldri reisifjöl á báðum hlið-
um og eins yfir mæni á 914 ál. af lengd hússins. I austurenda er
alþiljað hús með timburgólfi, IV2 ál. á lengd, 6 ál. á breidd og
3Vó ál. á hæð undir loft með tveimur sex rúðna gluggum. Yfir
þvert húsið er gangur, 1% ál. á breidd með útidyrum. I austur-
endanum er loft á bitum, 914 ál. á lengd, 6 ál. á breidd og 314
á hæð upp í mæni, portbyggt, með 1 al. porti og einum sex rúðna
glugga. Ur ganginum eru steintröppur ofan í kjallara, sem er 5
ál. á lengd, 5 ál. á breidd og 3 ál. á hæð undir bita, steinlímd
með tveimur fjögurra rúðna gluggum. I vesturenda hússins er
eldhús, 5% ál. á lengd, 6 ál. á breidd og 6V2 ál. á hæð upp í
mæni með tveimur fjögurra rúðna gluggum og tréstrompi. Hús
þetta er mjög vandað og að allri byggingu mjög haganlega fyrir
komið.
I baðstofunni uppi á loftinu eru ellefu rúmumgerðir með þil-
botnum. I henni eru tvö afþiljuð hús, sitt í hvorum enda, með
góðum hurðum fyrir, með góðum skrám.........I norðurganginum
eru tvær hurðir og skúr fyrir útidyrum með hurð á járnum með
klinku, loku og járnhöldu“....
Norðan við norðurdyraskúr var örmjótt sund og svo partur af
gamalli baðstofu, er sneri norður og suður. Ekki get ég sagt um,
hvað þessi baðstofupartur var langur, en kynni að hafa verið 3
stafgólf og nokkuð breið. Sjáanlegt var, að suðurendi þessarar
93