Skagfirðingabók - 01.01.1979, Síða 96
SKAGFIRÐINGABÓK
baðstofu hafði verið rifinn, þegar séra Jón Magnússon byggði bæ-
inn, og sett óvandað þil, þar sem skorið var í sundur. Búið var
að rífa gólfið úr þessum baðstofuparti, en þetta gamla hús var
annars alþiljað með 8 tommu breiðum borðum úr rauðaviði. Fast
við gömlu baðstofu að austan var skemma, er sneri austur og
vestur með þilstafni í austur. Þessi skemma var 6V2 ál. á lengd
og hátt á fjórðu alin á breidd. Skemman náði lengra austur en
bærinn og fyrir hornið á henni að norðan og austan lá vegurinn
heim á hlaðið. Þar var ekki nema þriggja metra bil að lækjar-
gilinu og þar var beygja, því hellubrúin á læknum var vestar.
Þess er áður getið, að fjós og hlaða brann ekki og stóð lengi
eftir þetta, líklega um 30 ár. Fjósið var fyrir 12 kýr, ein básaröð
og fóðurgangur með vesturvegg. Fjóshlaðan var vestan við fjósið
og sneri hvort tveggja norður og suður. Hlaðan var lengri en
fjósið, náði lengra suður, en jafnlangt norður og var talin taka
200 hesta. Dyr voru úr fóðurgangi inn í hlöðuna. I horni sunnan
við fjós og austan við endann á hlöðunni var haugstæði og mykj-
unni mokað um rennu í gegnum vegginn, sem mun hafa verið
nýmæli á þeirri tíð. Séra Jón Magnússon mun hafa byggt þetta
fjós. Lýsing á því er í úttektinni aldamótaárið. Dyr voru syðst á
fjósinu að austan. Skammt sunnan og austan við fjósdyr var
smiðja, 5 Vi alin á lengd og 4 álnir á breidd, toppreist með plægðu
þili framan undir og í því tveggja rúðu gluggi.
A nœsta sumri.
Vorið og sumarið 1922, eftir brunann, var byggt á Mæli-
felli, og var það þriðja íbúðarhúsið úr steinsteypu í Lýtingsstaða-
hreppi. Fyrst var byggt steinhús á Skíðastöðum 1909 og næst á
Tunguhálsi 1913 til 1914. Nú er búið að rífa Skíðastaðahús, en
Tunguháls- og Mælifellshús eru enn í fullu gildi og hefur verið
vel við haldið.
94