Skagfirðingabók - 01.01.1979, Síða 98
SKAGFIRÐINGABÓK
Strax um haustið eftir brunann var byrjað að undirbúa bygg-
ingu að vori, og var það gert með því að stífla lækinn fyrir neðan
hólinn og veita honum yfir suðurmýrarnar. Þar með urðu þær í
einu svelli um veturinn og varð akfæri gott. Um haustið mun
hafa verið ákveðið að taka möl í steypuna í melunum við gamla
veginn, skammt norðan við Ytri-Presthól, og þar var hún tekin
um veturinn og ekið á sleðum heim að bæjarhólnum í stóran
haug. Margir unnu að malarflutningum, en Guðmundur Stefáns-
son stjórnaði verkinu; hann var þá bóndi á Lýtingsstöðum. Um
haustið mun mölin hafa verið rannsökuð. Eitthvað af henni var
harpað og blandað í sandi og þess gætt, að óhrein möl lenti ekki
saman við. Steypan var blönduð 1 á móti 9, sem nú þætti veik
blanda, en hefur samt reynzt ótrúlega vel.
Margir menn unnu við bygginguna, og voru tveir yfirsmiðir,
Páll Friðriksson, bróðir séra Friðriks Friðrikssonar, var lærður
steinsmiður og stjórnaði öllu steypuverki, en Guðjón Gunnlaugs-
son bóndi og smiður í Vatnskoti í Rípurhreppi var trésmíðameist-
arinn. Og fleiri unnu þarna; Olafur Kristjánsson frá Abæ, Guð-
mundur Stefánsson bóndi á Lýtingsstöðum og Ingólfur Daníelsson
bóndi í Merkigarði og svo verkamenn, sem unnu lengur eða skem-
ur. Einar Björnsson frá Villinganesi var allan tímann og sízt má
ónefndur vera Jóhann Magnússon bóndi á Mælifellsá, sem var
allan tímann og hrærði alla steypuna á móti öðrum, en Einar
halaði hana upp, þegar til þess kom. Að nota talíuhjól var tækni-
leg kúnst á þeirri tíð. Steypan var öll hrærð á palli, og vinnuhrað-
inn var svo mikill, að það var eins og þeir, sem hrærðu, ætm lífið
að leysa.
Vinnan byrjaði með því að aka moldinni úr rúsmnum fram af
hólnum, en lækurinn tók við því, sem þangað var látið. Húsið
var byggt á sama stað og bærinn stóð. Það voru margir menn í
marga daga að aka rústunum burt og grafa fyrir grunninum.
Byggingin stóð. yfir allt sumarið og fram eftir næsta vetri. Um
haustið var flutt í kjallarann. Hæð og rishæð voru þiljaðar innan
á steinveggi, en ekki veit ég, hvort stopp hefur verið á milli.
Vorið og sumarið, sem byggt var á Mælifelli, var búið í fjár-
96