Skagfirðingabók - 01.01.1979, Side 99
BRUNINN Á MÆLIFELLI 1921
húsunum út og upp á túninu, vestan við lækinn. Það voru tvö
40 kinda hús undir sama risi, kölluð samstæðuhús á þeirri tíð, og
að baki þeim var 200 hesta hlaða. Milligerðin á milli miðkrónna
var tekin burt, og varð þar þá nokkuð stór salur. Innarlega í því
plássi var sett niður eldavél, en framar var langt matborð. Prest-
urinn og fjölskylda hans svaf í syðstu krónni, og var tjaldað fyrir
hana að nokkru leyti, en í yztu krónni sváfu þjónustustúlkur, sem
hétu Helga Helgadóttir og Helga Sigurðardóttir. Verkamenn
sváfu í hlöðunni.
Ekki held ég það hafi verið góð aðstaða að elda handa mörgu
fólki í þessum húsakynnum. Einu þægindin voru þau, að bæjar-
lækurinn var stutt frá. Frú Anna kunni vel að stjórna, vann mikið
sjálf og var sérstaklega umburðarlynd að sætta sig við það, sem
verða vildi.
Heimilislífið í fjárhúsunum var oft á tíðum mjög skemmtilegt.
Vinna ströng hjá öllum, en glaðværð mikil og var að mörgu
gaman gert. Til dæmis vil ég nefna, að dag nokkurn vorum við
að drekka kaffi, og lak þá allt í einu ofan í bollann hjá einum
verkamanninum, en þurrkur úti. Allir urðu hissa, en þegar málið
var rannsakað, sannaðist að hundur hafði vætt strompinn á mæn-
inum, sem var yfir matborðinu. Varð af þessu mikill hlátur í
salnum, og þótti ekki annað fært en hella niður kaffinu úr boll-
anum. Svo gott þótti þetta heimili, að það fékk nafnið Paradís.
Hver gaf nafnið, nam ég ekki. A þeirri tíð var föst venja að safna
hlandi, sem var notað til ullarþvotta, og hlandtunna staðarins
látin standa í yztu krónni, þar sem stúlkurnar sváfu. Séra Tryggvi
kvað:
Paradís er bezti bær,
ber mér um það ljóða.
Þar eru hýstar Helgur tvær
og hlandtunnan mín góða.
Helgurnar reiddust vísunni og steyptu niður úr tunnunni. Þá
kvað Jóhann á Mælifellsá:
7
97