Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 100
SKAGFIRÐINGABÓK
Hvernig nú bara þykir þér,
þefurinn hingað gýs,
keitunni stæku út þá er
ausið úr Paradís.
Og enn kvað Jóhann:
Skyldi ekki einhverjum bregða í brún,
þá burtu er hlandtunnan góð.
Af kennimanns vörum hefur hún
hlotið fegurstu ljóð.
Þegar verið var að grafa fyrir húsinu að norðvestanverðu, komu
upp mannabein og langir hárlokkar sem af konu væru. Ekki sá
ég þessi bein, en þau munu hafa verið grafin í kirkjugarðinum.
Um haustið, þegar flutt var í kjallarann, þóttust sumir verða
varir við annarlegan umgang. En hvort sem það hefur verið
ímyndun eða eitthvað dulrænt, hvarf það í rás tímans.
Olafur Kristjánsson var eitthvað skyggn, en fámáll og dulur.
Þó sagði hann frá því sumarið, sem byggt var, að hann sá mann
ganga út og suður hólinn fyrir vestan húsið. Ólafur lýsti klæðnaði
mannsins. Meðal annars var hann með gráa skyggnishúfu.
Það mun hafa verið sumarið næsta eftir að byggt var, að ung
stúlka var kaupakona á Mælifelli. Það var um miðjan dag, að
hún var ein í húsinu, fólkið allt úti á túni við heyskap. Þá heyrir
hún, að gengið er inn um dyrnar að vestan, og varð hávaði af
fótataki og margir stígvélahælar snertu gólfið. Hún sá ekki neitt,
en hafði það á tilfinningunni, að húsið fylltist af fólki.
Að lokum ætla ég að segja litla sögu af mér sjálfum, þó ekki
komi hún þessum þætti beint við.
Það var langt liðið á vetur og vel á veg komið að innrétta
98