Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 102
KNAPPSSTAÐAPRESTAR Á SÍÐARI ÖLDUM
eftir GÍSLA BRYNJÓLFSSON
í prestatali sr. Sveins Níelssonar eru prestar á Knapps-
stöðum aðeins taldir 13, enda nær sú skrá, ef sá fyrsti er frátalinn,
aðeins yfir rúm 400 ár, 1475—1881. Sýnir þetta samt, að þessu
litla og afskekkta kalli hefur haldizt betur á prestum sínum
heldur en mörgum tekjumeiri brauðum og eftirsóknarverðari, því
að hver um sig hefur verið þar að meðaltali rúm 30 ár.
Ekki verður rakið hér prestatal á Knappsstöðum fyrir daga
þriggja langfeðga, sem héldu brauðið samfellt í eina öld og fjórð-
ungi bemr, 1600—1725. Munu slíks fá dæmi, ef nokkur. Þetta
voru þeir sr. Þórður Sigurðsson 1601—1650, sr. Grímur sonur
hans 1650—-1696 og sr. Jón hans sonur 1697—1724.
Þórður Sigurðsson, Grímur Þórðarson, Jón Grímsson.
Sr. Þorður kom í Knappsstaði úr Hofsþingum, þar sem
hann hafði orðið fyrir illri meðferð Magnúsar bónda á Hofi og
sona hans, segir Sighvatur Borgfirðingur, þótt ekki sé það nánar
útlistað, hvers konar útreið prestur fékk í þeim viðskiptum.
Kröpp voru kjör Þórðar prests í Stíflunni. Segir biskup, að
hann verði árlega að njóta ölmusu vegna barnafjölda og fátæktar,
því hann skorti mjög forstand tengdaföður síns, Gunnars bónda
í Tungu, sem einnig var barnmargur, en hafði þann hátt á, að
100