Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 110
SKAGFIRÐINGABÓK
Það er auðfundið, að biskup hefur haft hið mesta álit á sr.
Stefáni. Segir hann í bréfi til ráðherra, að hann eigi vissulega
skilið að fá betra brauð en Knappsstaði með sínar góðu guðfræði-
gáfur, skyldurækni í embætti, réttsýni og reglusemi í öllu líferni.
Eftir átta ára veru í Stíflunni fékk sr. Stefán veitingu fyrir
Mosfelli í Mosfellssveit. Lögðu þau hjón upp frá Knappsstöðum
20. júní 1843 með lambfé og kýr og 3 börn, 2—7 ára, og gekk
hin langa ferð bæði fljótt og vel.
Sr. Stefáni er svo lýst, að hann hafi verið „hinn skörulegasti
embættismaður, röskur bóndi og hestamaður mikill. Glaðlyndur
var hann og mjög vel látinn.“ (Annáll 19. aldar). Um hann kvað
Benedikt Gröndal í eftirmælum: Gleði var í anda — gæzka í
hjarta — stöðug og stór var lund.
Páll Tómasson.
ÞÁ er komið að síðasta og eflaust nafnkunnasta prest-
inum á Knappsstöðum, sr. Páli Tómassyni. Raunar er hann ekki
þekktur fyrir kennimennsku sína ■—■ máske frekar hið gagnstæða
— hversu hann þótti lítt prestslegur í háttum sínum, eins og segir
í íslenzkum æviskrám.
En hæfileikamaður var sr. Páll á vissan hátt, því að hann var
hinn fræknasti og fimasti í hvers kyns líkamsíþróttum, enda val-
inn til að vera „bóndinn“ í glímunni miklu á Bessastöðum, svo
sem Grímur, bróðursonur hans, kvað:
Glímuna man ég miklu enn
— mörgum þótti gaman —
er lærðir sína og leika menn
leiddu hesta saman.
Bændur: Páll og Glímu-Gestur
Grímseyjar hinn fyrri presmr.
108