Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 111
KNAPPSSTAÐAPRESTAR A SÍÐARI ÖLDUM
Gestur sækir glímu fast,
gekk hann hart að Páli,
en — fimt svo Páls er fótakast
sem fjöður úr þunnu stáli;
bragði kemur krókur móti,
kænn er drengurinn viðbragðsfljóti.
Leiddist Gesti þetta þóf,
þolinmæði brast hann,
Pál til sveiflu hátt hann hóf,
hinn sig læsti fastan, —
en aftur á gólfi, er festi hann fætur,
fimlega Páll þá dansa lætur.
Sniðglímum hann sneiddi Gest,
snaraði fram og aftur,
aldrei gaf hann frið né frest —
förlaðist Gesti krafmr.
Páll að velli loks hann lagði
leggjar- meður snöggu -bragði.
Þannig lýsir Grímur þessu afreksverki frænda síns, þegar hann
vann bændaglímuna frægu fyrir nemendur Bessastaðaskóla.
Sr. Páll fæddist í Ráðagerði á Alftanesi 1797. Foreldrar hans
voru Tómas gullsmiður Tómasson og Guðrún Þorgrímsdóttir frá
Þverá í Oxnadal. Bróðir sr. Páls, 15 árum eldri, var Þorgrímur
gullsmiður og skólaráðsmaður á Bessastöðum. Tók hann bróður
sinn að sér, kom honum í skóla og kostaði hann til náms, enda
hæg heimatökin fyrir slíkan ráðamann á skólasetrinu.
Ekki var þessi ungi bróðir hans mikill námsmaður, reyndist
hyskinn við lærdóminn og lauk ekki prófi fyrr en eftir 9 ára
skólasetu og þá með lélegum vitnisburði. Það var sumarið 1827.
Vegna þessarar löngu skólasetu var sagt, að þegar lærða menn
bar á góma, hafi sr. Páll ósjaldan komist svo að orði: „Jú, jú,
skólabróðir minn.“
109