Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 112
SKAGFIRÐINGABÓK
Ekki er nú hægt að gizka á, hvaða ástæður lágu til þess, að
strax á næsta ári eftir stúdentspróf er Páll kominn norður að
Myrká í Hörgárdal og er þar í manntali hjá sr. Gamalíel Þorleifs-
syni í árslok 1827.
Um sumarið hafði hann fengið Björn kennara Gunnlaugsson
til að sækja fyrir sig um Grímsey. Og það sýnir kapp Páls og
áhuga hans á að fá þetta embætti, að jafnframt fær hann prófast
Eyfirðinga, sr. Magnús Erlendsson á Hrafnagili, til að skrifa
biskupi meðmæli með umsókn sinni um þetta hálfgerða Ishafs-
prestakall, sem svo oft og tíðum hafði orðið að láta sér nægja
þjónustu þar til skikkaðra presta. Trúlega hefur tvennt gengið
Páli til að sækja um Grímsey. Annars vegar von hans — og raun-
ar vissa — um betra brauð síðar eftir nokkurra ára þjónustu þar.
Hins vegar eins konar ævintýraþrá þessa áræðna glímumanns,
sem rak hann til að leggja leið sína norður að heimskautsbaug.
En til þess að sýna hvernig hann þóttist í stakk búinn til að gegna
embætti norður þar, skal hér birt orðrétt fyrrgreind umsókn Björns
Gunnlaugssonar, sem dagsett er á Sviðholti 18. ágúst 1828.
Studiosus Páll Tómasson hefur beðið mig að sækja sín
vegna um það nú liðuga Grímseyjarprestakall. Þessi stúdent
hefur nú þegar á fyrsta stúdentsári sínu prédikað 4 sinnum
og catekiserað (spurt börn) einu sinni og ekki þykir mér
neitt ólíklegt, að hann kunni vera vel laginn til þessara
verka. Prófsattesti hans mun þar um gefa besta upplýsing.
Hann hefur að undanförnu haldið spurnum fyrir um hátta-
lag allt í Grímsey, svo honum er það mikið kunnugt orðið.
Kirkja og prestsetur skal vera þar nú í slæmu standi, en
hann hefur verið hafður við húsabyggingar og af duglegum
múrmeistara hefur hann lært til hlítar þá kúnst sem fáir
hér kunna n.l. að fleigja grjóti og kennt hana út frá sér
bæði hér syðra og líka fyrir norðan. Þessi íþrótt gæti með
tvennu móti komið til gagns í Grímsey, fyrst við byggingu
staðarhúsanna og síðan til að sprengja klett nokkurn er
110