Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 113
KNAPPSSTAÐAPHESTAR Á SÍÐARI ÖLDUM
stendur til meins í Fuglabjarginu og hindrar að sigið verði
í svonefndum Bratta hvar fuglinn er mestur fyrir.
Að stúdentinn er ennþá ókvongaður er og hentugast, því
að mælt er að konur verði í Grímsey heilsuveikar, séu þær
ekki innfæddar þar. Prestar þeir, sem uppalist hafa í sveit-
um á fastalandinu, munu heldur ekki þar kunna við mat-
lífið, þar óvanir eru sjófanginu, hverju oftnefndur stúdent
er alvanur. Það mun og ekki vera af vegi, að Grímseyingar
fái þann prest, sem nokkurt táp er í og sem beitt getur
bæði mildu og hörðu eftir hentugleikum, þar eyjan liggur
langt undan landi og ekki er auðvelt að ná til yfirvalda.
Hann mun og ekki vera illa fallinn til að stjórna yfir öðrum,
því að inspectorar í skólanum hafa sjálfir borið um, að
hann mætti vera þeirra vicarius.
Grímsey hefur að undanförnu verið skikkunarbrauð og
þrír skikkaðir þangað, sem verið hafa á ölmusu í skólanum.
Eg vonast þá að þessi stúdent því heldur fái það, þar hann
biður um það óskikkaður og hefur aldrei á ölmusu verið.
Þetta málefni fel ég því yður háæruverðugheitum til yfir-
vegunar og gunstugrar erklæringar og yðar hávelborinheit-
um til náðugrar bænheyrslu.
Sviðholti þ. 18. aug. 1828.
Með undirgefni
B. Gunnlögsen
Svo erfiðlega, sem það oft hafði gengið að útvega Grímsey-
ingum nauðsynlega prestsþjónustu, má því nærri geta, að vel var
umsókn Páls prestsefnis tekið hjá kirkjustjórninni. Voru honum
veittir Miðgarðar 29. ágúst 1828, hlaut vígslu viku síðar og hélt
þegar norður til brauðs síns.
111