Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 115
KNAPPSSTAÐAPRESTAR Á SÍÐARI ÖLDUM
Tómas arfi prúður Páll
prestur sá er nefndur,
vitur, djarfur, vel forsjáll,
virðum þarfur, bezt hagmáll.
Það var 8. maí vorið 1833, að tvímöstruð dugga frá Edinborg
í Skotlandi kastaði akkerum á legunni fyrir austan Grímsey. Er-
indið var að ná í ís. Skipverjar voru 6. Skipstjóri var ungur maður,
„klár og skýr í bragði“, Jósef að nafni. Stýrimaður hét Jakob.
Allmargir menn ofan af landi voru staddir í eynni. Tveir þeirra
reru ásamt nokkrum eyjarskeggjum út í skipið og dvöldu þar
fram á nótt, því „skipsráðandi þegnum þá þótti mannúðlegur".
Næsta dag var logn og blíða. Var skipið ferðbúið og vildi sigla
austur um Langanes, en byr hlaut að ráða.
Næst segir frá því, að húsfreyja ein í eynni var sjúk og vildi
bóndi hennar freista þess að fá handa henni meðöl hjá skipverj-
um. Fékk hann höfund (rímunnar) til að róa sér út í skipið þeirra
erinda. En meðölin voru ei föl, nema þau væru greidd með fiðri.
Var nú haldið í land, fiðrið sótt og aftur haldið út í dugguna.
Gekk ferðin vel, enda sama stillilognið. En skjótt skipast veður í
lofti:
Komnir ei fyrr erum við
ofan í kahyttuna
en sem fleyið út á hlið
aðra fleygist hafskipið.
Stukku menn upp á þilfar. Var þá komið vestan ofsaveður.
Komst einn þeirra — Grímur — ofan í bátinn við illan leik, en
bátnum hvolfdi og fengu skipverjar naumlega borgið honum upp
í skipið aftur. Skipstjóri bauðst til að lána þeim bát, en ekki
treystu þeir sér til að ná eynni í því veðri. Var nú ekki annars
úrkosta en dvelja í skipinu og taka því, sem að höndum bar. Segir
svo í 62. erindi rímunnar:
8
113