Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 117
KNAPPSSTAÐAPRESTAR A SÍÐARI ÖLDUM
Úr Súgandafirði fóru þeir um Botnsheiði og komu á Skutils-
fjarðareyri (Isafjörð). Þar fann höfundur skólabróður sinn, „mark-
aðsvörð" Jens Benediktsson, sem tók þeim af höfðingsskap, gaf
þeim nesti og nýja skó og útvegaði þeim flutning sjóleiðis um
Djúp mð viðkomu í Vigur, þar sem Kristján dannbrogsmaður
„rétti oss fríðar velgjörðir". Þeir tóku land á Melgraseyri, síðan
að Rauðamýri og Kirkjubóli í Langadal. Þaðan fengu þeir fylgd
yfir Steingrímsfjarðarheiði að Stað, þar sem sr. Böðvar Þorvalds-
son „pilt og hesta léði“. Síðan tóku við aðrir nafngreindir menn,
sem fylgdu þeim að Kollafjarðarnesi, yfir Kollafjörð að Brodda-
nesi. Þaðan að Skálholtsvík, þar sem þeir fengu sig flutta yfir
Hrútafjörð að Bálkastöðum. Næstu nótt gistu þeir í Kirkju-
hvammi. Síðan liggur leiðin austur um Húnavatnsþing. A Breiða-
bólstað í Vesturhópi eru þeir leystir út með gjöfum af sr. Jóni
Þorvarðssyni og alls staðar er greidd för þeirra höfðinglega.
Daginn fyrir hvítasunnu var komið til Skagafjarðar. I vísum
135—41 er förinni lýst þannig:
Um Vatnsskarð oss ýtar tveir,
allt að Víðimýri,1
yfir harðan landsins leir,
lundar barða, fylgdu þeir.
Hvíld á þessum höfðum stað
hvítasunnudaginn;
hlýddum messu vagns um vað;2
vikum hressir eftir það.
í sunnan éli fórum fljótt
Flugu þá að mýri.3
1 Á Víðimýri var tvíbýli. Þar bjuggu Einar stúdent Stefánsson og Ragn-
heiður Benediktsdóttir, svo og Bjarni Sveinsson og Ingibjörg Olafsdóttir.
2 Prestur mun hafa verið Magnús Magnússon í Glaumbæ.
3 Á Flugumýri bjuggu Ari Arason læknir og Sesselja Vigfúsdóttir.
115