Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 128
SK AGFIP.ÐINGABÓ K
meðan sr. Davíð var presmr á Felli í Sléttuhlíð. Þetta bréf, þótt
stutt sé og næsta hversdagslegt, sýnir okkur tvær myndir úr lífi
sr. Páls: Hina hörðu lífsbaráttu í harðindunum í Stíflunni og
tómstundastarf Knappastaðaklerksins — bókbandið.
Bréfið er á þessa leið:
Knappsstöðum 27. apríl 1872.
Háttvirti elskaði embættisbróðir.
Hjálpaðu nú upp á mig og takm af mér nokkrar kindur til
göngu og fóðrunar þangað ril hér kemur upp jörð. Hér er víða
jarðlaust, ég er orðinn heytæpur og allir hér í Stíflu eru komnir
á nástrá. Gjörðu svo vel og látm mig vita með bréfberanum
hvað margar kindur þú vilt taka af mér ef þú getur hjálpað upp
á mig. Kindur mínar eru í bærilegu standi ennþá. Nú vildi ég þú
gætir orðið við bæn minni.
Nú er ég loksins búinn að binda fyrir þig Resis Arkiv og eru
bækurnar 7, ég gat ei haft þær færri. Þeim kem ég til þín í vor,
því ég hef í hyggju, ef ég lifi, að koma inn eftir.
Forlátm nú klór þetta og kvabb
þínum ónýmm
Páli Tómassyni.
Arið eftir að þetta bréf er skrifað, fékk sr. Davíð Möðmvalla-
klaustur. Þrem árum síðar, 1876, varð hann prófastur í Eyja-
fjarðarprófastsdæmi. Þá var það eitt sinn á síðustu prestsskapar-
árum sr. Páls, að sr. Davíð fór að vísitera Siglufjörð. Með honum
var Guðmundur sonur hans, þá innan við fermingu. Sagnaþáttum
sínum um sr. Pál, sem fyrr er getið, lýkur Guðmundur með frá-
sögn af síðustu samfundum föður síns og sr. Páls (Skagfirðinga-
bók 1970).
Litlar spurnir fara af því, að Páll prestur hafi látið til sín taka
í andlegum málum utan sinna fámennu prestakalla í Grímsey,
Laugardal og í Stíflunni. Samt átti það fyrir honum að liggja á
126