Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 131
KNAPPSSTAÐAPRESTAIt A SÍÐARI ÖLDUM
Bæjarhúsin eru þau sömu og sr. Stefán Þorvaldsson reisti eftir
jarðskjálftann vorið 1838. Voru þau mjög farin að láta á sjá, því
að viðhaldið hafði verið vanrækt. I baðstofunni, sem var 7,5 X
5 álnir, voru allir máttarviðir farnir, reisifjölin fúin og lang-
böndin brostin. I hennar þrem gluggum voru 2 rúður brotnar
og tvær vantaði. Utan frá að sjá er heldur ekki á að lítast: Vegg-
irnir voru allir gamlir og moldrunnir, víða hrundir, sums staðar
óstæðilegir. Fyrir vanrækslusyndir sínar gagnvart þessu sínu íveru-
húsi í 40 ár varð sr. Páll að greiða 90 krónur í álag. Og alls varð
hann að borga í álag á jarðarhúsin 239 krónur. Það voru miklir
peningar, næsmm helmingur af árlegum eftirlaunum hans. Að
vísu voru honum til tekna virtar smávegis endurbætur, en mest
var honum gert að greiða í reiðu fé. Ovíst er nú, hvort og hvernig
sú greiðsla var af hendi innt.
Sr. Páll átti aðeins fáa mánuði ólifaða, er hann lét af embætti.
Frá Knappsstöðum flutmst þau hjónin til Tómasar sonar síns í
Saurbæ í Fljómm, og þar andaðist sr. Páll 10. nóvember um
haustið. Mad. María lifði mann sinn aðeins rúm 2 ár, því hún
andaðist 12. janúar 1884.
Ekki hlutu þau hjón leg að Knappsstöðum, svo sem næsta
eðlilegt hefði verið. Þau hvíla bæði í Stórholtskirkjugarði, þar
letraður steinn á gröf þeirra, höggvinn af Jakobi Jónssyni (Myllu-
Kobba).
9
129