Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 136
SKAGFIRÐINGABÓK
inga. Marteinn skrifaði hana upp úr kvæðasyrpum tengdaföður
síns, Daða Davíðssonar á Gilá, er ritaði upp og safnaði geysi-
miklu af kvæðum og fróðleik. Eru syrpur hans nú komnar á
Stofnun Arna Magnússonar. Voru þær kannaðar og bornar sam-
an uppskrift. Ekki er nú vitað, hvaðan Daða hefur borizt
markaríman, en í safni hans er talsvert af skagfirzkum kvæðum
og vísum.
Hér er ein vísa fyrir hvert mark og eiganda þess, og oft fylgir
bæjarnafnið með, en annars er farin hin gamla boðleið um hrepp-
inn: byrjað á Sleitustöðum og endað í Neðri-Asi. Sjálf mörkin
eru dregin fram í vísunum með breyttu letri, en í undirmálsskýr-
ingum var valin sú leið að geta ábúendanna, hvar og hvenær þeir
bjuggu í hreppnum, en lítt hirt um að nefna búsetu þeirra utan
hreppsins. Allar þær upplýsingar eru teknar eftir Jarða- og bú-
endatalinu nema við vísu 11, 15 og 23.
Fjórar fyrstu vísurnar eru eins konar inngangur eða mansöngur
eins og tíðkaðist í rímum. Er höfundur að bera fram afsökun fyrir
„heimsku“ sinni og kveðskapnum, sem var lenzka á þeim tíma.
Jafnframt þótti vel við hæfi, að höfundar bæðu aðra snjallari að
lagfæra fyrir sig lýti á kveðskapnum, og að sjálfsögðu bregst
Þuríði ekki sú kurteisi, sem sjá má í síðustu vísunni.
Hj. P. frá Hofi.
1
Hrafninn þundar heim að mér
herjans litla veiði dró.
Efnalaus ég yrkja fer,
allt vill lagið hafa þó.
2
Hjarðar mörkin Hóla- nú
hrepps að greina, vel afhent.
Þung mér verður þrautin sú,
því er fífl að fátt er kennt.
134