Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 138
SKAGFIRÐINGABÓK
Eyjólfur Guðmundsson og Þorgerður Þorkelsdóttir bjuggu á
Sviðningi á árunum 1807?—1818, á Fjalli 1819—1822, á Hrafn-
hóli 1822—1827, á Hrafnsstöðum (Hlíð) 1827—1828, er Eyj-
ólfur dó.
8
Þuríður, nú sagt er satt,
Sigmundsdóttir eignar sér
sauðamarkið hœgra hvatt,
á hinu aftan tvístýft er.
Vísa þessi virðist á skökkum stað í rímunni, hefði átt að vera 5.
eða 6. í röðinni, því jafnan er trúlega fylgt bæjaröðinni, en hún
er á þessum stað í uppskriftinni og verður svo hér. Sjá má af
þessu, að Þuríður hefur sjálf átt mark, en slíkt var mjög fátítt
um bóndakonur, sem ekki stóðu sjálfar fyrir búi.
9
Olafur son Olafs sér
eigna markið þetta má,
sneiðrifað, sem birta ber,
báðum eyrum framan á.
Ólafur Ólafsson og Þórunn Jónsdóttir bjuggu á öðru býli á
Sviðningi 1816—1818; brugðu þá búi. Hófu aftur búskap 1825
á Nautabúi, en brugðu aftur búi 1826 og skildu fyrir fátæktar
sakir.
10
Sigurður Ölafs mögur má
markið fjár það eigna sér,
heilrifað þess eyrum á,
undir framan standfjaðrir.
Sigurður Ólafsson og Jóhanna Jónsdóttir bjuggu í Saurbæ 1815
—1829. Voru þar áður á ýmsum jörðum í Hólahreppi, Skúfs-
stöðum 1807—1808, Kálfsstöðum 1808—1811, Efri-Ási 1811—
136