Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 139
MARKATAFLA ÚR HÓLAHREPPI 1817
1812, Neðri-Ási 1812—1813, Víðinesi 1813—1814 og Skúfs-
stöðum aftur 1814—1815. Frá Saurbæ fluttust þau í Langhús, og
þar bjó Sigurður til dauðadags 1842.
11
Vinstra sýlt, þess minnast má,
markið það á Hallgerður.
Framan hcegra eyra á
er þó biti og standfjöður.
Hallgerður Jónsdóttir er um þetta leyti húskona í Saurbæ, hálf-
fimmmg að aldri, fædd á Hvalfjarðarströnd.
12
Markús bóndinn satt það sver
sauðamark, með lyndið glatt,
aftan hœgra birta ber
blaðstýfing, en vinstra hvatt.
Markús Markússon og Sigríður Jónsdóttir bjuggu á Skriðulandi
frá 1800—1819, fluttust þaðan í Skúfsstaði 1819—1823. Sigríð-
ur dó 1822, og Markús fór í húsmennsku árið eftir. Þau bjuggu
fyrst á Sleitustöðum 1799—1800.
13
Ekkjan Helga, er það satt,
á nú mark á sínu fé,
þrírifað í hcegra hvatt
á hinu þó að ekkert sé.
Helga Jónsdóttir á áttræðisaldri, ekkja eftir Þorleif Brandsson.
Hún býr á öðm býli á Skriðulandi 1816—1817, hefur sexmga
vinnukonu og 14 ára fósmrbarn. Helga giftir sig á ný, Jóni Jóns-
syni, og býr með honum á Skriðulandi 1817—1818, en þá fóm
þau í húsmennsku að Sleimstöðum. Helga hafði áður búið með
137