Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 142
SKAGFIRÐINGABÓK
20
Hægra sýlt, ég heyrði þar,
honum Þórði markið ber,
framan sneitt af vinstra var,
víst þó biti aftan er.
Þórður Helgason og Guðríður Halldórsdóttir í Brekkukoti (nú
Laufskálar) 1803—1833, brugðu þá búi. Guðríður dó 1823, en
Þórður 1833. Bjuggu áður eitt ár, 1802—1803, á Nautabúi.
21
Vill Þorleifur vinstra sjlt
vera láta á sínu fé.
Eyranu er hægra hlíft,
á hinu þó að gatið sé.
Þorleifur Þorleifsson og Þórunn Jónsdóttir búa í Víðinesi 1814
—1818, á Sviðningi 1818—1820, á Skúfsstöðum 1820—1821,
er þau flytjast yfir í Svarfaðardal, þar sem þau voru bæði fædd.
22
Herra Gísli heiður ber,
hjarðar markið á hann það,
stýft af báðum eyrum er,
eins er líka gagnbitað.
Gísli Jónsson fyrrverandi aðstoðarrektor við Hólaskóla, bóndi
á Hólum 1806—1828. Prestur þar frá 1817—1828, er hann
fékk Stærri-Arskóg í Eyjafirði og fluttist þangað. Kona hans var
Ingiríður Halldórsdóttir.
23
Frú Guðríður, hún á hér
hcegra aftan blaðstýfing
á sínu fé, það viturn vér,
vinstra aftan tvístýfing.
140