Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 152
SKAGFIRÐINGABÓK
28.
Sigurður Sigurðsson, sýslumaður Skagfirðinga, var mað-
aður vel hagorður og skáldmælmr. Eftir hann birtust nokkur
kvæði á prenti, og hann lét tækifærisstökur frá sér fara, einkan-
lega á fundum sýslunefndar eftir að Leirgerður kom til, sú ágæta
ljóðmælahít nefndarmanna. Þær stökur voru allar í léttum anda,
eins og Leirgerður krafðist. En sýslumaður gat einnig trúað tæki-
færisstökum fyrir hugblæ sínum, þegar honum var allt annað en
hlátur í hug.
Veturinn 1932—33 tók Sigurður ekki á heilum sér að því leyti,
að á hann stríddi svefnleysi um nætur, sem bakaði honum margs
konar óþægindi. Þá varð honum að orði:
Ég lifi að ytri ásýnd vel
ekki er að því að finna,
en hvasst er í gegnum hríðarél
hugrenninga minna.
29.
Mörg ár var hjá séra Birni Jónssyni á Miklabæ húskarl
að nafni Jón Steingrímsson, smávaxinn maður, dauðtryggur þegn,
síúðrandi, en ekki að sama skapi afkastamikill. Hann lézt 1922,
á Sólheimum í Blönduhlíð.
Ymislegt kyndugt hrökk út úr Jóni Steingrímssyni. Dag nokk-
urn sendi prestsfrúin hann út í fjós. Þar voru gömul hjón að
mjólka, og átti Jón að hjálpa þeim heim með nytina. Veður var
hvasst, og á leiðinni úr fjósinu vildi svo slysalega til, að hann
missti mjólkina niður. Jón tók það mjög nærri sér. Þegar hann
kom inn í bæ, sagði hann við húsmóður sína fyrstra orða: „Nú
fór illa, séra Guðfinna.“
150