Skagfirðingabók - 01.01.1979, Page 155
ÚRSKÚFFUHORNl
Þegar menn vitjuðu hans þar til þess að flytja heim torfið, kom
upp úr dúrnum, að hann hafði gleymt brýninu heima um morg-
uninn. Aðspurður kvaðst hann hafa kunnað illa við að labba strax
sömu leið til baka. Hann var búinn að arga upp sextíu torfur.
Sigurður drukknaði í Vestari-Jökulsá sumarið 1885, á leið utan
úr sveit. Hann kom þá að Villinganesi og fékk gert við reiðbeizli
sitt, sem hafði gefið sig eitthvað, hélt svo áfram. Hann drukknaði
rétt í vatnsborði árinnar, hefur líklega fengið aðsvif og dottið af
hestinum.
34
GÍSLI Gíslason, bóndi í Hjaltastaðahvammi á fyrri hluta
þessarar aldar, var ræðinn maður og oft orðheppinn. Einu sinni
átti hann mórauðan hrútskudda, og var haft eftir honum, þegar
hleypt hafði verið til eitt árið: „Eg renndi þeim mórauða, rétt
svona til að fá litinn.“
35.
JÓN Arnason, skáld á Víðimýri, drukknaði í Héraðsvötn-
um í marzmánuði 1876. Þá var Sigfús sonur hans níu vetra. Arið
1879 kom út kveðskapur Jóns í bók. Eins og vænta má, er þar
ekki að finna allar vísur hans með tölu, því oft urðu honum á
munni hendingar um hitt og þetta smálegt, sem daglegt líf að
höndum bar; til dæmis kvað hann eitt sinn — og reyndist getspak-
ur — þegar Sigfús litli skemmti sér í Víðimýrarbaðstofu:
Fúsi hleypur hratt um pall
hjartanlega glaður,
ef sá lifir ærslakall,
úr honum verður maður.
153