Skagfirðingabók - 01.01.1979, Side 158
SKAGFIKÐINGABÓK
st í stað z (óttaðiz- óttaðist) og t í stað dt í sagnendingum. Fleira
smávægilegt er fært til nútíðarmáls.
Ö. H.
í FYRRASUMAR skrifaði lögréttumaðurinn, Jón Runólfsson á
Höfðabrekku í Skaptafellssýslu, bréf til félaga vors, Sæmundar
Magnússonar Hólm, um ýmsa hluti; var í því á meðal annars
þessi klausa: „Eg held hér við Reynisdranga mætti á vorin ákoma
fuglaveiði nálægum til góðra nota, með viðlíkt tilbúnum flekum
og ég heyri brúkaðir séu við Drangey.“
Með því eg vissi, að enginn hafði ritað um tjáð efni, utan hvað
sálugi vícelögmaðurinn, Eggert Olafsson, hefir í Ferðabók sinni
aðeins drepið á það á 707. blaðsíðu*, datt mér í hug, að ekki
mundi óviðurkvæmilegt vera, þótt einhver, sem kunnugur væri
fuglaveiðinni við Drangey, leiddi með litlum ritlingi fyrir sjónir
aðferð þá, sem þar er brúkuð, en hvergi annarsstaðar á Islandi,
svo að hún geti komið að notum, bæði við áðurnefnda Reynis-
dranga og annarsstaðar, hvar svartfuglinn heldur sig undir land-
inu, og viðlíka er lægið til veiða, sem við Drangey, og ekki er
á allfáum stöðum; sannar það fyrrnefnd Ferðabók, því þar nefnir
marga, til dæmis á 562. og 63. blaðsíðu segir Eggert sál.: „Vestur
á Islandi eru margir slíkir staðir, þó er fuglabjargið, eður Látra-
bjarg í Barðastrandarsýslu og Sauðlauksdalssókn, það helzta;“
á 378. blaðsíðu segir hann: „Hornbjarg, Hælavíkurbjarg og
Rauðinúpur eru önnur eins fuglabjörg, sem Látrabjargið“; item
á blaðsíðu 698 getur hann um fuglaveiði á Langanesi, Rauðanúpi
og Grímsey fyrir norðan.
Eg vogaði eigi að leggja hönd á ritling þennan, jafnvel þótt eg
í ungdæmi mínu hafi sjálfur róið við Drangey, bæði eftir fugli
og fiski, því eg óttaðist, að mér mundi kunna að skjátlast um
eitt eður annað nú, að svo löngum tíma liðnum, og vildi því
heldur, að einhver æfðari en eg tækist það á hendur. Þó skrifaði
eg í því tilliti stiftprófastinum, meistara Hálfdáni Einarssyni, og
* Þau blaðsíðutöl, sem hér eru nefnd, eiga við 1. útg. Ferðabókar Eggerts
Olafssonar og Bjarna Pálssonar, árið 1772.
156