Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 167
UM FUGLAVEIÐINA VIÐ DRANGEY
á fimm eður sex faðma djúpi. Þegar lagt er á slíku djúpi, þarf
trossuna eigi nær því svo langa sem fyrr, heldur er hún þá vundin
upp í hönk, og einum 5 eða 6 föðmum varpað út, þá þarf ekki
heldur yfirvarpið svo langt sem áður. Við hönkina, sem liggur
í vatnsbrúninni, er bundið eitt flekakefli, bæði til að halda henni
uppi, að hún sökkvi ekki, og líka til að halda trossunni beinni
í sjónum.
10
A öndverðri vertíðinni leggja menn heldur niðurstöðurnar
djúpt en grunnt; því menn segja, að fuglinn sinni ekki svo mjög
bjarginu fyrst á vorin, og sé því heldur neyddur til að hvíla sig
á flekanum, en fljúga inn undir bjargið. Það á móti, þegar út
á vertíðina líður, leggja menn þær nær eyjunni, hvar fuglinn þá
heldur sig, máske til að taka á móti ungunum, þegar þeir fara
að verða fleygir, og mæðurnar taka að flytja þá úr bjarginu.
11
Aðferðin að vitja um, og taka niðurstöðurnar inn aftur í skip,
er nærri því hin sama, hvört straumar og hvassviðri eru, eður
logn, utan hvað menn taka fyrst stjóraflekann, þegar eitthvað er
að, en endaflekann í logni( og varast, að hann hvolfist á grúfu
við borðstokkinn, sem getur valdið að fuglinn slitni af), og síðan
hvörn eftir annan. Taka þá nokkrir af hásetunum við flekunum,
en sumir sitja frammi í andófi, láta þeir skipið þá bera hægt
aftur með flekunum, svo að þeir renni rétt undir borðstokknum,
að formaðurinn geti með gogginum, eður berum höndunum, náð
til þeirra; en varast má, að þeir ekki fari undir kjöl. Jafnóðum og
flekarnir eru innbyrðir, losa þeir hásetarnir, sem ekki eru í andóf,
fuglinn af þeim, og snúa hann þegar úr hálsliðnum, á þann hátt,
að þeir taka hægri hendi um höfuð honum, en hinni vinstri um
bringuna framanverða; gjöra snúning á hálsinn, og þrýsta honum
dálítið saman, svo að hann hlykkist aðeins, og teygja svo fljótt
úr hlykknum. Þegar þannig er farið að, blóðsnarast fuglinn ekki;
það kalla menn að blóðsnarist, þegar gat kemur á haminn á háls-
165