Skagfirðingabók - 01.01.1979, Síða 183
BÆNASKRÁ
rækir samvizkusamlega embættisgjörð að Ábæ, megi ekki borga
minna fyrir þá prestsþjónustugjörð en venjulegt er að borga hon-
um á þessum árum úr Ábæjarsókn, því að sóknin er mjög fámenn,
nálægt 40 manns á 4 bæjum. En allt fyrir það blandast engum,
er til þekkir, hugur um það, að það er óumflýjanleg nauðsyn, að
kirkja sé að Ábæ, því að oftast væri með öllu ómögulegt að
flytja lík burt úr dalnum á aðrar kirkjur, og mætti til færa nýskeð
dæmi, ef þurfa þætti, nema ef vera kynni, að því yrði komið við
um hásumarið. Svo yrði og á flestum árstíðum ómögulegt, að flest
sóknarfólkið gæti sótt annað kirkju en að Ábæ. Af annarri hálfu
má sóknin ekki gjalda þess, þótt hún sé fámenn; einnig fáir menn
þurfa að fá uppfræðingu, og stjórnendur kirkjunnar hljóta því að
annast um, að einnig oss, þótt fáir séum, sé veitt viðunanleg upp-
fræðing í hinum sáluhjálplega lærdómi, svo að þeir beri ekki
ábyrgð fyrir að hafa vanrækt einstakar sálir. Goðdalaprestar hafa
líka oftast skoðað þetta þannig, en það er bersýnilegt, að því oftar
sem presturinn embættar á Ábæ, því meira á hann fyrir prests-
þjónustu sína. En á hinn bóginn hljótum vér að vænta þess, að
enginn Islendingur sé svo ósanngjarn og óréttsýnn að álíta, að
þessi kirkja vor, að því er vér frekast vitum hin eina á landi voru
Islandi, eigi sífellt að vera svipt réttindum sínum. Vér álítum, að
þeir tímar séu nú komnir, að öll óréttindi eigi að leiðast opinber-
lega í ljós til að lagast að því er auðið er, og afmá þessi óréttindi
kirkju vorrar, sem risin munu vera — að vorri skoðun — af yfir-
gangi og af málsútlistun annars málspartsins, nfl. sóknarprestsins,
að hinum hlutaðeigendunum, sóknarbændunum, fornspurðum, —
álítum vér [þetta] liggja beint undir alþingi vort, sem hefir fengið
lengi þráð fjárforráð og löggjafarvald í hendur, og getur því leið-
rétt það sem aflaga fer meðal vor. — Vér erum vongóðir með það,
að alþingi vort haldi ekki réttindum fyrir kirkju vorri, þó að
nokkrar krónur séu í veði. Vér höfum þess vegna ráðið það
með oss, eins og vér með skjali þessu gjörum, að snúa oss að hinu
heiðraða alþingi með málefni þetta, og biðja það með lögum að
nema úr gildi fyrrnefnt Cancellíibréf frá 11. júní 1743, en veita
kirkju vorri réttindi þau, sem aðrar kirkjur hafa á landi voru,
181