Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 8
næsta ár á undan. Þótt kaupgjald væri hátt og nóga vinnu að fá, niá
ætla, að hin gífurlega dýrtíð hafi gleypt allar eða niest allar tekj-
urnar, einkum hjá þeim, sein höfðu fyrir þungu heimili að sjá eða
þurftu að greiða okurhúsaleigu.
Akranes. Vertíðin í meðallagi eða vel það. Aftur á móti brást
síldveiði um sumarið. Árferði til landsins var erfitt. Þrátt fyrir þetta
virðist afkoma fólks yfirleitt vel sæmileg.
Kleppjárnsreykja. Afkoma góð, einkum hjá þeim, sem geta komið
mjólk sinni í mjólkursamlagið í Borgarnesi.
Ólafsvíkur. Árferði ág'ætt til sjávar, gnægð afla. Atvinna góð í Ólafs-
vík, sæmileg á Hellissandi.
Búðardals. Heyfengur bænda í lakara meðallagi.
Reykhóla. Afkoma manna hefur á undanförnum stríðsárum stöð-
ugt farið batnandi. En þrátt fyrir góða fjárhagsafkomu háir þó dýrtíð
og hátt kaupgjald bændum allmikið, einkum þeim, sem hafa ekki
búið svo vel um sig', að þeir þurfi lítið að sinna viðhaldi og endur-
byggingum húsa og geti notað sem mest vélar við heyskap og þurfi
því lítið eða ekkert aðkeypt vinnuafl.
Flateijrar. Árferði fremur illt og afkoma manna verri en nokkurt
annað ár frá 1939. Sumarið óvenjulega votviðrasamt og' heyskapartíð
erfið, en hey nýttust þó furðanlega vegna hagkvæmra vinnubragða,
sem reynslan hefur kennt mönnum hér um slóðir, en óvíða munu
notuð annars staðar á landinu.
ísafj. Afkoma við sjávarsíðuna þolanleg, þó að síldarafli brygðist.
Afkoma bænda ágæt.
Hesteyrar. Aflahlutir smáir. Trjáreki í meðallagi. Eggjatekja í
Hornbjargi með minna móti. Afkoma slæm á stríðsmælikvarða.
Árnes. Afkoma yfirleitt góð, mest vegna mikillar atvinnu við síld-
arbræðslustöðvar í héraðinu.
Hvammstanga. Afkoma almennings mjög sæmileg, en nær engar
framkvæmdir, hvorki í byggingum né ræktun.
Sauðárkróks. Frekar dauft er yfir atvinnulífi á Sauðárkróki, en
menn geta fengið atvinnu utan héraðs, þegar minna er um hana
heima.
Hofsós. í samanburði við undanfarin ár, held ég, að almenn afkoma
til sjávar og sveita megi teljast góð, þó ekki jafn góð og árið 1944.
Ólafsfj. Áfkoma landbúnaðarins dágóð, en ekki hægt að segja hið
sama um sjávarútveginn. Þorskafli varla í meðallagi, og síldin brást.
Grenivíkur. Afkoma bænda mun vera lakari en síðast liðið ár, þótt
hún verði að teljast allsæmileg yfirleitt.
Breiðumýrar. Hagur og afkoma almennings fer stöðugt batnandi.
Húsavíkur. Afkoma i bezta lagi, þrátt fyrir fjárpestir til sveita.
Mikil atvinna i þorpinu.
Kópaskers. Afkoma góð hjá bændum. Þó urðu Keldhverfingar að
skera niður allt sauðfé haustið áður vegna mæðiveiki og koma sér
upp nýjum stofni með tilstyrk ríkissjóðs. Erfið afkoma á Raufarhöfn.
Síldveiðar brugðust algerlega, og þar koma eng'ir styrkir til eða
tryggingar.
Þórshafnar. Afkoma manna í meðallagi.