Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 108
106
Ólafsfj. Sama kona skráð og undanfarin ár. Ólafsfjarðarbær keypti
húshjall, sem átti að rífa, handa hjónunum, og fékkst þar að skömm-
inni til skárra húsnæði en um getur í síðustu ársskýrslu. En bærinn
gerði betur. Hann hjálpaði til að byggja steinhús úr holsteini með 3
herbergjum og' eldhúsi og' tilheyrandi þæg'indum handa fjölskyldunni.
Mun húsið hafa kostað allt að 40 þúsundum króna. Ég segi aðeins:
Geri aðrir betur. En ekki höfðu hjúin verið lengi í nýja húsinu, er
konan í einu kastinu ætlaði allt að drepa, fyrst og fremst bóndann,
mölvaði rúður með berum hnefunum, skar sig á höndum, svo að þegar
að var komið, líktist húsið blóðvelli. Ekki fékkst hún til að láta gera
að sárunum og fékk fingurmein upp úr öllu saman. 2 yngstu börnin
eru á heimilinu, annað tæplega tveggja ára, en hitt um 5 mánaða
gamalt.
Húsavíkur. Gæzla og meðferð allra i góðu lagi.
Egilsstaða. Ómögulegt hefur reynzt að koma geðveiku fólki á Klepp.
Aðbúð þessara sjúklinga góð, eftir því sem föng eru á.
Seyðisfi. Enginn er talinn geðveikur. Þó er hér í bænum kona ein,
sem er mjög undarleg og sífelld vandræði stafa af. 'En hún forðast
lækna, hverju nafni sem nefnast, og því hef ég ekki enn skráð hana
sem sjúkling. Nokkrar vandræðamanneskjur eru hér fleiri, og ættu
þær vissulega heima á hælum fyrir slíkt fólk, en slíkir staðir eru
ekki til á landi hér, sem kunnugt er.
Vestmannaeyja. Ekkert húsnæði til í héraðinu handa vitskertu fólki
og geðbiluðu. Hefur orðið að hafa 2 slíkar konur í sjúkrahúsinu hér,
og hafa þær haft í frammi ærsl og valdið öðrum sjúklingum ónæði.
Er slíkt auðvitað með öllu óþolandi og ósainboðið siðmenntuin mönn-
um að bjóða upp á það. Á Klepp virðist enginn sjúklingur héðan
komast, enda jafnan talið þar fullskipað með biðlistahalarófu, sem
alltaf lengist. Ég sé ekki, hvernig bæjarfélagið getur komizt hjá því
að reisa geðveikrahæli í sambandi við sjúkrahúsið með 8—10 rúm-
um. 1 héraðinu eru nú þegar 8 sjúklingar, sem þyrftu að vera i slíkri
stofnun.
Um f ávi ta :
Kleppjárnsreykja. Fávitar eru 2 í héraðinu, auk þeirra 20, sem eru
á fávitahælinu hér.
Hvammstanga. Aðbúð eins fávita hér á Hvammstanga léleg. Þetta
er stúlka, rnjög þung byrði móður sinni aldraðri. En úr þessu efni
hefur reynzt ómögulegt að bæta. Og raunar er ástandið í þessu efni
víðar slæmt í héraðinu.
Um heyrnarlausa.
ísafj. Tiltölulega fáir eru hér skráðir, og koma vafalaust ekki öll
kurl til grafar, því að skýrslusöfnun er hér erfið. Prestar húsvitja
nú ekki lengur, og ótíndum manntalsmönnum liættir við að sjást yfir,
þótt lagt sé fyrir þá að geta þessa í skýrslunum.
U m b 1 i n d a.
Isafj. Það, sem segir um vantalningu heyrnarlausra, á einnig við
um blinda.