Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 138
136
tanga er gamalt, lítið og lélegt. En í smíðum er nýtt hraðfrystihús,
sem mun eiga að fullgerast og' taka til starfa á næst ári. Verður það
vafalaust til mikilla bóta. Fiskur er hér nægur frá apríllokum og
fram á sumar.
Sauðárkróks. Allir munu hafa nægilegt af mjólk, og' oftast fæst
nóg af smjöri, en um tíma í haust var þó erfitt með það. Nýmeti
fæst oftast nægilegt á Sauðárkróki, og inargir rækta nóg af garðamat
fyrir sig. Gróðurhúsum fjölgar í héraðinu, en dýr þykir framteiðsla
þeirra. Mikils inun neytt af hrossakjöti.
Ólafsfí. Fatnaður er með svipuðu móti og' verið hefur. Nú eru í
tízku karlmannanærföt með stuttum buxum og ermalausum skyrtum
og líkist mest kvennærfatnaði. Föt þessi eru oft úr grisjukenndu efni
og mjög skjóllítil. í þessum nærfatnaði ganga nngir menn bæði í
20° hita og allt að því jafnmiklu frosti, enda þá bláir í gegn aí'
kulda. Má mikið vera, ef þessi tízka drepur ekki suma beint eða
óbeint. Ef til vill er þetta að sumu leyti neyðarúrræði, því að venju-
leg nærföt eru svo að segja ófáanleg'. Matargerð niun með svipuðu
rnóti, en fæði áreiðanlega fjölbreyttara og íburðarmeira á síðari ár-
um. Matreiðslunámskeið var haldið á vegum kvenfélagsins.
Húsavikur. Fatnaður mun hér líkt og annars staðar vera skjól-
betri á karlmönnum en konum. Konunum hættara við að fylgja tízk-
unni, hver og hvernig sem hún er. Mataræði verður að telja yfirleitt
gott. Hér á Húsavík er alltaf hægt að fá nýtt kjöt og nýjan fisk,
hæði fryst og ófryst. Smjör fæst hér oftast, og mjólk má heita nóg.
Mikið er ræktað af kartöflum og nokkuð af ýmsu grænmeti, og' er
aðstaða til slíkrar ræktunar prýðileg í Reykjahverfi, enda eru þar
nokkur gróðurhús. Annars eru garðar á flestum bæjum, smærri og'
stærri eftir staðháttum og' áhuga fólksins.
Þórshafnar. Engar teljandi breytingar á fatnaði fólks. Það klæðist
sem áður mest heimaunnum ullarnærfötum og nankinsfötum. Mikið
skortir þó á, að menn kunni að klæðast til ferðalaga, sem vera ber.
Ætti hið ágæta ríkisútvarp að sjá mönnum fyrir nokkurri fræðslu
í þeim efnum. Mataræði fólks er svipað. Yfirleitt mun skortur á
fjörefnum almennur, einkum á vorin. Heldur hefur dofnað yfir kart-
öflurækt, þar sem illa hefur gengið undanfarið.
Vopnafí. Uppskera garðávaxta varð nú í meðallagi. Munu flest heim-
ili hafa haft nóg af kartöflum til heimilisþarfa og sum auk þess
nokkuð af gulrótum og ýmsu kálmeti.
Egilsstaða. Matargerð fremur fábreytt, en yfirleitt nóg um mjólk
allan ársins hring.
Seyðisfí. Síðan almenn velmegun jókst, hefur hvort tveggja batnað.
Nes. Fatnaður fólks tekur helzt þeim breytingum, að bæjabúning-
urinn sigrar gamla íslenzka sveitaklæðnaðinn og' breiðist hægt út.
Má það teljast bæði illt og gott. Sveitirnar halda þó lengi gömlum
venjum. Nóg hafa menn að bíta, en matarvenjur munu misjafnar og
gefast eftir því. Er eftirtektarvert, hve þroski skólabarna er meiri
og tannskemmdir minni í sveitum en bænum. Ekki mun önnur
skýring líklegri en munur á fæði.
Djúpavogs. Menn nota mikið heimatilbúin föt úr íslenzku efni, svo