Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 141
139
bú starfar að Brúum við Laxá, og er selt þaðan smjör. Kaupfélag
Þingeyinga hefur komið hér á rjómasamlagi og framleiðir talsvert
smjör. Hér í þorpinu er lengst af árinu nokkuð nægileg mjólk, en
þó er nokkuð af mjólk selt í þorpið frá tveimur næstu bæjum.
Þórshafncir. Mjólkursala er alltaf talsverð í Þórshöfn, en í sveitum
aðeins til vegavinnuflokka. í Þórshöfn er alltaf nokkur mjólkur-
skortur á haustin.
Egilsstaða. Mjólkurframleiðsla aðallega til heimilisnotkunar nema
í sambandi við skólana á Hallormsstað og Eiðum. Eitthvað er þó
framleitt af smjöri til sölu.
Seyðisfj. Of lítil mjólkurframleiðsla hér í firðinum og þar af leið-
andi mjólkurskortur, sérstaklega seinna part sumars og fram á liaust.
Ekkert mjólkursamlag er. Mjólk seld frá einum bæ aðeins, Dverga-
steini. Bærinn treystir sér ekki til að reka kúabú, sem full þörf væri
þó á. Kvað slíkur búskapur hafa orðið dýr, þar sem hann hefur
verið reyndur.
Nes. Meira hluta ársins er næg'ileg mjólk til neyzlu. Aftur er
skortur á nýmjólk að haustinu og flestum mjólkurafurðum allt árið
— einkum smjöri. Framleiðslan er léleg' vegna óhreinlætis víðast
hvar. Flutningi og sölu- og afhendingarfyrirkomulagi er mjög ábóta
vant. Von er um, að meðferð mjólkurinnar í sölubúð geti lagazt, en
ekki veit ég, hvað sá dagur heitir, sem veitir nokkra átyllu fyrir von
líjn fjósin og sveitabæina.
Djúpavogs. Mjólkursala er lítil, enda hafa flestir búendur þoi-psins
lcú eða kýr.
Hafnar. Mjólkursambú verður innan skamms stofnað í Nesjum.
Vestmannaegja. Kúabii bæjarins bætt mikið úr brýnustu mjólkur-
þörf almennings.
Keflavíkur. Eins og getið er fyrr í skýrslunni, fékk héraðslæknir
grun urn, að hinir tíðu kvillar ungbarna (hálsbólga, eyrnabólga, iðra-
kvef o. fl.) stæðu í sambandi við óheilnæma mjólk í Keflavík. Var
mjólk flutt til Keflavikur frá 30—40 bæjum á einn stað og öllu hellt
saman og afgreitt til neytenda. Tók héraðslæknir að óvörum sýnis-
horn úr 30—40 brúsum (frá 32 bæjum) í gerilsneydd glös og sendi
til rannsóknar í Atvinnudeild Háskólans og Rannsóknarstofu Há-
skólans. Mjólkin í-eyndist mjög óhrein og óhæf til neyzlu. Með sam-
þykki hreppsnefnda bannaði héraðslæknir sölu á mjólkinni. Síðan
hefur mjólk frá þessum bæjum vei'ið send til Reykjavíkur til geril-
sneyðingar, en Keflavík fær aftur senda daglega gerilsneydda nijólk
til neyzlu frá Reykjavík.
7. Áfengisnautn. Kaffi og tóbak.
Læknar láta þessa getið:
Akranes. Eins og áður kveður allmikið að áfengisnautn, einkum
á samkomum.
Kleppjárnsreykja. Engar verulegar breytingar. Ekkert heimabrugg.
Borgarnes. Áfengisnautn er mikil og hneykslanleg i sambandi við