Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 92
90
hingað úr næsta héraði. Gerði evacuatio uteri. Báðum konunhm
heilsaðist vel.
Hvammstanga. Viðstaddur 16 fæðingar, aðallega til að deyfa kon-
urnar eða herða á sótt. Lagði einu sinni á töng. Frumbyrja, þröng
grind og lélegar hriðir, utan héraðs. 1 kona liafði allmikla með-
göngueitrun, mikla eggjahvítu í þvagi og bjúg. Fékk 2 krampaköst
í fæðingunni, sem að öðru leyti gekk vel; fæddi á spítalanum. Öll
börnin lifðu, og öllum konunum heilsaðist vel. Ljósmæður geta um
1 fósturlát. Mín var vitjað til 2 kvenna af sömu ástæðu.
Blönduós. Barnsfarir með allra mesta móti, því að fæðingar urðu
50, eða rúm 24%c. Samkvæmt skýrslum ljósmæðra bar hvirfil að í
öll skipti nema 1. Þar var um djúpa þverstöðu og mjög erfiða fæð-
ingu að ræða hjá frumbyrju, sem taka varð barnið frá með töng',
og kom það andvana. Hjá annarri frumbyrju varð einnig tangar-
fæðing' vegna sótttregðu, en vending og framdráttur var gerður hjá
1 fjölbyrju af sömu orsök. í eitt skipti var gerð episiotomia, og
i annað skipti þurfti að sækja fasta fylgju með hendi. Alls var hér-
aðslæknir sóttur til 16 sængurkvenna, í hin skiptin aðeins til að
deyfa eða herða á sótt, sein gert var ýmist með solvochinin eða
pitúitríni eða hvoru tveg'gja. Fósturlát voru 4, svo að kunnugt sé,
en ljósmæður geta einungis eins. Aldrei ástæður til grunsemda um
abortus provocatus. Það bar við, að ég var sóttur um Iangan veg út
í Skagahrepp vegna þrauta, sem heimasætan á bænum hafði og hélt,
að stöfuðu af botnlangabólgu, en sýndu áig vera fæðingarhríðir.
Nokkuð erfitt var að ná í ljósmóður, svo að mér fannst ekki taka
því og tók sjálfiir á móti barninu með þeim útbúnaði, sem fyrir
hendi var.
Sauðárkróks. 37 sinnum var mín vitjað til sængurkvenna, og er
það með mesta móti. Oftast. var um það að ræða að devfa konuna
eða herða á hríðum. Börn og konur lifðu. Ein konan var úr Hofsóshér-
aði og önnur úr Blönduóshéraði. 20 konur komu á sjúkrahúsið til að
fæða, og er það með flesta móti.
Hofsós. Sóttur 17 sinnum til sængurkvenna á árinu, oftast vegna
sóttleysis, nokkrum sinnum til að deyfa. Föst fylgja tvisvar sinnuxn,
engin ljósmóðir tvisvar sinnuin og 1 sitjandafæðing. Ljósmóðir Haga-
nesumdæmis getur um 1 fósturlát á árinu. Héraðslæknir var sóttur til
tveggja kvenna með abortus incompletus. Aldrei leitað á árinu til
héraðslæknis um ráðleggingar viðvíkjandi takmörkun barneigna.
Ólafsfj. 22 sinnum viðstaddur fæðingar. Oftast nær var tilefnið ósk
,um deyfingu og lin sótt. Barn einu sinni tekið með töng vegna lítillar
sóttar og þess, að pitúitrín verkaði ekki. Við andlitsaðburð hjá 17
ára stúlku var barni snúið og dregið fram. Fósturlát koma orðið
einungis til kasta læknisins, og var svo um hið eina, sem um getur.
Forvitni um takmörkun barneigna fer í vöxt.
Dalvíkur. Viðstaddur 17 fæðingar. Retentio plancentae einu sinni,
Credé í svæfingu. Haemorrhagia post partum tvisvar, pitúitrín dugði.
Við hinar fæðingarnar var ég eingöngu vegna tilmæla mæðra.
Grenivikur. Konu leystist höfn. Hafði á eftir þráláta bheðing'u.
Móðurlif hennar skafið í sjúkrahúsi Akureyrar. Mín var vitjað til