Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 131
129
minmagn, einkum innlendra fæðutegunda og' ætijurta, athuga
geymsluþol þessa vítamíns, áhrif matreiðslu o. fl., er lýtur að C-víta-
mínbúskap manna.“ Starfaði Júlíus að þessum rannsólcnum á árinu,
og segir síðar frá niðurstöðum hans.
F. Sumardvöl kaupstaðarbarna í sveitum.
Héraðslæknar víkja ekki sérstaklega að þessari starfsemi, en i
skýrslum Rauðakross Islands er þess getið, að á vegum hans hafi
verið rekin 5 sumardvalarheimili i sveitum og samtals vistuð á þeim
323 börn.
G. Drykkjumannahæli í Kumbaravogi/Kaldaðarnesi.
Starfsemi þessi var flutt í Kaldaðarnes á miðju ári.
í ársbyrjun voru á hælinu 5, en 27 til viðbótar sóttu það á árinu.
Dvalardagar alls 3592. Vistmenn að meðaltali á dag 9,8.
H. Fávitahæli á Kleppjárnsreykjum.
Á hælinu voru í ársbyrjun 20 fávitar, en í árslok 21, 12 piltar og' 9
stúlkur. Dvalardagar alls 7373. Fávitar að meðaltali á dag 20,5.
4. Húsakynni. Þrifnaður.
Læknar láta þessa getið:
Rvílc. Samkvæmt skýrslu byggingarfulltrúans hefur á þessu ári
Aerið byggt fyrir ca. 68 milljónir króna. Alls voru hyggð 343 hús, þar
af 201 íbúðarhús, 1 samkomuhús, 3 verzlunar- og skrifstofuhús, 17
verksmiðju- og verkstæðishús og 121 bifreiða-, geymslu-, gripa- og
sumarhús. Talið er, að alls hafi bætzt við á árinu 541 íbúð, þar með
taldar 147 íbúðir, sem vitanlegt er, að gerðar hafa verið í kjöllurum
og þakhæðum húsa, án samþykkis byggingarnefndar. Eru 46 af þess-
um íbúðum í timburhúsum, en 495 í steinhúsum, og eru í þessum
ibúðum samtals 1897 íbúðarherbergi auk eldhúsa. Þetta er allveru-
lega meira en árið áður og sýnist vera allálitleg aukning', en þegar
þess er gætt, að fólkinu fjölgaði í bænum um ca. 2600 manns á árinu,
niá varla gera ráð fyrir, að byggðar hafi verið færri íbúðir en sem
svarar fólksfjölguninni í bænum, svo að húsnæðisvandræðin hafa í
raun og veru ekkert batnað á árinu, enda hef ég ekki getað fundið
nein merki þess, nerna síður sé. Vottorð þau um húsnæði, sem ég
samkvæmt ósk hef gefið, eftir að hafa framkvæmt skoðanir á því,
eru nokkru fleiri en næsta ár á undan, eða alls 49 (31 1944). Eins
og áður hnigu öll vottorð mín i þá átt, að íbúðirnar væru annað hvort
alg'erlega óhæfar eða þá að minnsta kosti heilsuspillandi, einkum
þar sem um börn var að ræða. í sambandi við húsnæðismálin vil ég'
geta þess, að barnaverndarnefnd sendi mér bréf viðvíkjandi húsnæði
hjá barnafólki og óskaði, að ég leitaði upplýsinga hjá læknum bæj-
arins. Sendi ég því öllum starfandi læknum bæjarins bréf þar að
lútandi 23. október. Aðeins 2 eða 3 læknar svöruðu bréfinu, og er
ekki neitt sérstaklega athyglisvert við svör þeirra. Ég sendi barna-
verndarnefnd oftast afrit af vottorðum þeim um húsnæði, er ég' lét
fólki í té, þegar um barnafjölskyldur var að ræða.
Akranes, Á árinu hefur verið mikið um húsabyggingar. Alls hefur
17