Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 247
245
ríkissjóðs (%) samkvæmt því 120 þúsundir og vangreiddar tæpar
60 þúsundir.
Samtals er því vangreitt til sjúkrahúsa og læknisbústaða, sem eru
i smíðum, auk Akureyrarsjúkrahúss, um 720 þúsundir króna. Af fjár-
veitingu í þessu skyni á núgildandi fjárlögum, sem nemur samtals
035 þúsundum króna, er enn óráðstafað kr. 808 699,82, eða liðlega
sem svarar þessum þörfum.
3. Sjúkrahúsmál Reykjavíkur eru póstur út af fyrir sig. Mun fyrst
verða knúið á dyr ríkissjóðs vegna þess hluta af byggingarkostnaði
hinnar nýju fæðingarstofnunar, sem fellur á bæjarsjóð. Heildar-
kostnaður fæðingarstofnunarinnar verður varla undir 2% milljón
króna. Þar af greiðir bæjarsjóður % eða 1670 þúsundir. Ef ríkis-
sjóður styrkir þessar byggingarframkvæmdir á sama hátt sem sjúkra-
hiisbyggingar sveitarfélaga (önnur en fjórðungssjúkrahús), þ. e. að
% hlutum, næini framlag ríkissjóðs í því skyni nálægt 670 þúsund-
um. Fyrirsvarar Reykjavíkur munu vitna til utanþingssamkomulags
ráðamanna á alþingi 1944 urn þessa styrkveitingu, en rétt er, að Al-
þingi taki skýra afstöðu til málsins, með því að vissulega gegnir
noltkru öðru máli um fæðingarstofnun á borð við þá fæðingarstofnun,
sem hér um ræðir. Að því leyti sem stofnunin verður rekin sem
fæðingarheimili fyrir heilbrigðar konur bæjarins, er ekki um eig-
inlegan sjúkrahúsrekstur að ræða, og má búast við kröfum um hlið-
stæð hlunnindi til handa fæðandi konum annars staðar á landinu.
-— Fljótlega hlýtur að koma að því, að Reykjavíkurbær hefjist handa
um rekstur almenns bæjarsjúkrahúss, annaðhvort með því að reisa
slíkt sjúkrahús frá grunni, eða með því, sem sumum hefur dottið í
hug, að hann kaupi St. Josephssjúkrahús, auki það og fullkomni og
geri að almennu bæjarsjúkrahúsi. Hvort sem ofan á yrði, mundi hér
um að ræða margra milljóna framkvæmdir með hlutfallslegum
kostnaði fyrir rikissjóð (%), og leiði ég að svo stöddu hjá mér að
nefna fjölda milljónanna.
4. Sjúkrahús og læknisbústaði, utan Akureyrar og Reykjavíkur,
sem ég tel, að ríkið verði að vera viðbúið að greiða byggingarstyrki
til á næstu árum, áætla ég lauslega sem hér segir:1)
Sjúkrahús í Borgarnesi ........................ kr. 1 500 000,00
— á Blönduósi ........................... — 1 500 000,00
— — Sauðárkróki ......................... — 1 500 000,00
— - Siglufirði, að frádregnu andvirði
sjúkrahúss, sem fyrir er ............ — 2 000 000,00
— í Neskaupstað ......................... — 3 000 000,00
— — Vestmannaeyjum, að frádregnu and-
virði sjúkrahúss, sem fyrir er .... — 2 000 000,00
Læknisbústaður á Álafossi ....................... — 300 000,00
— í Ólafsvík ....................... — 300 000,00
— — Flatey ......................... — 300 000,00
— - Bolungarvík .................... — 300 000,00
1) Miðað við l>á fengna reynslu af byggingarkostnaði, scm siðan liefur hækkað
að miklum mun.